Hvaðan kom ísjakinn? Notar hann aðflutann jaka, eða staðbundinn? Er verkið náttúruvænt?

picture_142.jpg

Vonandi tekst listamanninum ætlunarverk sitt. En er hann með aðfluttan ísjaka þarna? Eða hvað? Því fram kemur í fréttinni að lítið hafi verið um ís í umræddu þorpi. Ekki vissi ég t.d. að það þyrfti ísjaka á hafi úti til að beita hundum fyrir sleðana. Hélt að þeir færu um á hundasleðunum á þurru landi.

En vonandi getur einhver Grænlandsfræðingur frætt okkur Íslendinga um þetta.

Ég er meira fyrir að túlka náttúruna, hér og nú, og hef gaman að taka alls konar myndir, sérstaklega veðurmyndir. Maður tekur mynd, og eftir augnablik, breytist myndin, því veðrið er ekki kyrrt og er aldrei skynsamt (lesist = ótútreiknanlegt, nánast. Frekar ern ísjaki á reki - Á þessari mynd má sjá ákveðið skýjafar í bland við reykinn sem barst frá brunanum í Höfða, þegar kvikaði í því fræga húsi.

 

picture_148.jpgÞessi mynd er tekin nokkrum mínútum eftir fyrri myndinni, hér reyndar út um glugga á strætí, en þetta var í fyrra (eða var það í hitteðfyrra, þegar kvikanaði í Höfða, en ég var á leiðinni þangað þegar ég tók þessar myndir.

 

Þennan dag breyttist skýjafar fljótt, enda varð verðrið vitlaust eftir að ég komst nær Höfða, þar sem kvikanaði hafði í, en ég náði að skýla mér undir vesturvegg Kaupþings ... maður hafði á tilfinningunni að kannski hafði þessi gamli banki kanski einhvern lokatilgang sem skýli, eftir að hafa tapað nokkrum hlutum sínum í honum.

 

En Höfði brann þarna, þar sem logaði greinilega glatt í honum þarna undir þakinu, og manni stóð hreinlega ekki á sama um þetta sögufræga hús, þar sem ég skýldi mér í nepjunni  við vesturgafl Kaupþings, enda skall þarna á þvílík suðaustan úrkoma, þegar hér var komið við sögu.

 

En þarna börðust slökkviliðsmenn við erfiðan bruna og eiga heiður skilið fyrir að hafa bjargað Höfða frá hruni. Gerir aðrir betur.  Þetta er list út af fyrir sig. A.m.k. mikill gjörningur.

picture_157_971910.jpg

 

En málið er, að náttúran sjálf er listaverk út af fyrir sig, hvort sem um er að ræða aðfluttan ísjaka, reyk vegna bruna, skýjafar vegna veðurs: maður verður að grípa augnablikið, á sama hátt og listamaður sem ætlar að grípa augnablikið á Grænlandi, því að ísjaki leysist upp hratt, nánast eins og reykur eða veðrið.

En svo stendur eftir, spurningin um hvor listaverkið sé náttúruvænt? Hvað verður sett á jakann sem veður eftir þegar jakinn hefur bráðnað. Enn meira rusl sem sekkur í sæ? Jæja, ég ætla ekki að orðlengja þetta ...

 

En fallegustu listaverkin eru sköpuð af náttúrunni, þau staldra stutt við, bráðna fljótar en ísjaki og skilja ekki eftir sig neitt járnarusl. Síðasta myndin í þessari syrpu tók ég af sólarlaginu seint í september 2009:

 

picture_181_971912.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is List á ísnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband