"Hjólum í helvítis tíkina"

Níð gagnvart dýrum hefur viðgengist í aldaraðir hér á landi. Ef fólk talar illa um einhvern er honum/henni oft líkt við dýr. Bændur hér fyrr á árum notðu dýrin sín sem viðmið í tungumálinu. Þetta voru dýrin þeirra, og dýrin sem sum hver fæddu þá og klæddu.

Þeir báru enga virðingu fyrir dýrunum sínum.

Sama á við þá sem reka dýragarða. Ég vorkenni dýrum sem eru lokuð inni í búrum. Þetta á við t.d. garða eins og Húsdýragarðinn og dýragarða sem maður heimsótti sem krakki í útlöndum.

En það er ekki nóg að vera á móti dýragörðum einungis: við þurfum að byrja á okkur sjálfum: nota ekki dýranýð í daglegu tali.

Ekki segja að ég sé t.d. helvítis belja eða bykkja með því að blogga þetta.

Betra er að nota orð eins og t.d.: helvítis frekja, herfa, skrukka.

Bara, "plís" hættum að níðast á dýrunum okkar í tungumálinu.


mbl.is Kalla Húsdýragarðinn „fangelsi“ og „helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband