Ástandið orðið óhuggulegt í Svíþjóð

Hver er orsökin? Eru það unglingar sem eru orðnir leiðir á að hanga á netinu? Eða fullorðnir einstaklingar sem hafa ekkert fyrir stafni? Man ekki eftir að hafa lesið svona frétt frá Svíþjóð hér fyrr á árum. Getur verið að Svíar séu að komast út í ógöngur varðandi mikinn fjölda innflytjenda, þó að ég sé ekki tlbúin til að skrifa þessa íkveikju endilega á þá. En í gegnum tíðina hefur Svíþjóð verið friðsælt land. En nú til dags les maður fréttir þaðan sem fjalla um ofbeldi, svo ekki sé talað um krimmana sem maður les eftir sænska höfunda; þeir endurspegla ástandið.

Enginn vill stríðs- eða ofbeldisátök í sínu landi. Mikilvægt fyrir Norðurlandaþjóðir að leggja áherslu á að þessi lönd haldi sig utan stríðsátaka, og þar af leiðandi setja hertari takmörk í innflytjendamálum. Ekki auðvelt, en margar þjóðir eru farnar að skella í lás.


mbl.is Kveikt í tugum bíla í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband