Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

´Nýbúar - Taka 6 - Jólamatur pólskra og portúgalskra

Hitti í dag, laugard. 6. des., póska konu sem ég er málkunnug. Kynntist henni fyrst fyrir 6 árum hér á landi og vissulega hefur henni farið fram í íslenskunni á þessum árum, enda útivinnandi.

Spurði hana hvað hún og hennar fjölskylda hefði í matinn á jólum, t.d. 24. des. Svarið var: fiskur.

Ég fór ekki útí nánari spurningar varðandi hvernig fisk eða uppskriftir. En á örugglega eftir að spyrja nánar út í þetta fiskidæmi við betra tækifæri.

Árið 2010 spurði ég annan nýbúa sömu spurningar. Sá kunningi minn er frá Portúgal. Svar hans var: saltfiskur.

Mér finnst ég fá smá kjaftshögg þegar ég fæ svör um að fiskur sé í jólamatinn hjá fólki. Þetta er vissulega ólíkt hefðum okkar sem erum alin upp hér á landi. En mér finnst skemmtilegt að spyrja nýubúa um þeirra jólahefðir.

Á morgun veit ég að ég á eftir að hitta fleiri núbúya og ætla að spyrja þá um hvað þeir hafi í matinn á jólum.

 


Nýbúar - Taka 5 - Pólverjar 'sjóða til jóla'

Stutt er til jóla, enn eina ferðina. Rétt f. jól í fyrra, 2013, kom ég við í pólsku pulsubúðinni við Hrísateig, sem er orðin vinsæl sérverslun þar sem maður keypt alls konar álegg í sneiðatali, og annað góðgæti.

Ég spurði afgreiðslukonuna um opnunartíma hjá þeim um jólin. Hún tjáði mér að það yrði lokað á Þorláksmessu (afar óíslenskt svo ekki sé meira sagt), af því að hún þyrfti að vera "heima að sjóða" og hún hefði ekki starfskraft sem gæti séð um búðina þennan dag, og hún þyrfti svo "mikið að sjóða."

Ég velti mikið fyrir mér hvað þessi pólska afgreiðslukona þyrfti að sjóða svona mikið, þannig að hún gæti ekki haft búðina opna í svosem smá tíma á Þorlák.

Hvað hafa Pólverjar virkilega í jólamatinn, sem þarf svona mikla suðu?

Eftir á að hyggja, þá fór að renna upp fyrir mér eftir því sem leið á árið 2014, að það sem Pólverjar hafa í matinn á jólunum krefst kannski ekki svo mikillar suðu.

Málið er nefnilega tungumál, orðaforði og kunnátta í íslensku. Ég held að pólska afgr.konan hafi meint að það væri svo mikið að gera hjá henni í að undirbúa jólamatinn, að hún yrði að hafa búðina lokaða. Hún notaði bara sinn orðaforða varðandi undirbúning jólamáltíðarinnar, stutt og laggott: "sjóða"

Þetta snérist líklega ekki bara um "að sjóða" - það er ekki eins og að Pólverjar sjóði hangikjöt á Þorláksmessu! En hvað veit maður.

Líklega verður næsta verkefni hjá mér að kíkja í pólsku pulsubúðina og forvitnast hjá konunni, ef hún er ennþá að vinna þarna, hvað Pólverjar hafa aðallega í matinn jóladagana.


Brynjar hlær og ég hló

Ég horfði á viðtalið við Brynjar, og ég hló mest allan tímann. Verst þótti mér að kallinn þurfti alltaf að þurrka tárin úr augunum. Milli hláturskasta. Það merkir að hann þjáist af kalíumskorti. Og ætti að borða meira af grænmeti (epli, paprikur), eða kaupa sér flösku af eplasafaediki og blanda því útí vatn.

En svona hláturskast, sem Brynjar fékk í viðtalinu, og þau hlátursköst sem áhorfendur fá við að horfa, má líkja við að fara í einhverskonar heilun eða afslöppun.

Þegar maður kemur hingað inn á mbl.is er maður brynjaður einhvers konar neikvæum tilfinningum, og tilbúinn í slaginn til að gagnrýna hvaðeina, hér á blogginu eða annars staðar.

Hláturskast er góður kostur til að losa um spennu og sjá jákvæðu og spaugilegu hliðarnar á málunum.

 


mbl.is „Það lenda allir í því að hlæja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður starfsfólk Alþingis og/eða alþingismenn fyrir pyndingum?

Mér dettur þetta í hug eftir að hafa lesið fyrirsögn á frétt frá Alþingi, þar sem segir að Birgitta Jónsdótir hafi spurt um "pyndingar á Alþingi." Fyrirsögn fréttar: "Spyr um pyndingar á Alþingi."

En mér léttir þegar ég les fréttina, þar sem Birgitta er að spyrjast fyrir um hvernig brugðist hefur verið við tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum, til íslenskra stjórnvalda um að lagfæra skilgreiningu pyndingarhugtaksins í hegningarlögum.


mbl.is Spyr um pyndingar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöf, öflug kona, í sæti innanríkisráðherra.

Hlustaði á skúbb Rúv manna í gærmorgun þegar þeir fréttu að Ólöf hefði verið ráðin sem ráðherra innanríkis- og dómsmála. Að þeirra mati var þetta nokkuð stór frétt.

Mér líst vel á þessa ráðningu, enda kemur Ólöf vel fyrir og er traustvekjandi einstaklingur.


mbl.is Ólöf tekur sæti í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýbúar - Taka 5

Afgreiddi konu um daginn á markaði þar sem ég er stundum að vinna, og litla telpan hennar beið á meðan stillt og prúð.

Eftir að afgreiðslu lauk og mamman fór að tala við þá litlu, á pólsku, þá rann það upp fyrir mér, að við svokallaðir "Íslendingar" erum ekki einir á báti að teljast til "Íslendinga."

Þessi unga kona sem talaði lýtalausa íslensku við mig, hm... ég hélt einfaldlega að hún væri bara íslensk. Íslensk hvað?

Ok, nýbýi með íslenskan ríkisborgararétt og það sem hún hefur fram yfir mig, og okkur hin, er að hún er tvítyngd. Talar bæði íslensku og pólsku lýtalaust.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband