Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fyrsta hríðin - í boði KB banka ...

... hæ, ég er nú bara að grínast. En mér áskotnaðist 'bisnessmannadagbók'  í fyrra og hafði ég skráð í hana þann 23. október 2007: "Fyrsta hríðin skall á kl. 20:50 (Stormhviða)." Þess vegna finnst mér einhvern veginn að snjókoman í gærkvöldi og nótt vera nokkuð fyrr á ferðinni en ... a.m.k. kom snjókoman mörgum ökumanninum í opna skjöldu.

En KB dagbókin góða var send 'góðum' viðskiptavini bankans í fyrra fyrir áramót, og sem gaf mér hana. Hef reyndar aldrei fengið svona dagbók beint frá viðskiptabanka. Í mesta lagi dagatal. Það eru bara 'stóru karlarnir' sem fá senda svona ársdagbók heim í pósti. 

Í ár hef ég bara notast við venjulega stílabók, en vildi óska að ég hefði svona bisness-bók með fyrirfram dagsetningum og 'alles' til að minna mig á.


mbl.is Snjókoma í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandaháttur á Svörtuloftum

Löngu kominn tími til að bankastjórar Seðlabankans verði sendir heim með pokann sinn. Þeir verða ‘hvíldinni’ fegnir. Maður hefur á tilfinningunni að þeir þiggi laun fyrir að naga blýanta.

SedlabankiSvortuloft2

 

Nauðsynlegt að ráða nýjan bankastjóra (einn nægir) sem hefur fagþekkingu og sem fengi með sér góða faglega aðstoðarmenn sem hafa áhuga á að ná þeim markmiðum sem hlutverk Seðlabanka á að gegna. Það þarf að koma í veg fyrir “flokkaráðningar” í lykilstöður bankans.

 

Í dag skrifar Þorvaldur Gylfason pistil í Fréttablaðið sem er lestrar verður þar sem hann fjallar um skyndibitanýtingu Glitnis um miðja nótt og að það vekji áleitnar spurningar. Varpar hann ljósi á hvert hlutverk Seðlabankans er og gagnrýnir vinnubrögð hans.

Þorvaldur skrifar m.a. að “margir hafa átt von á, að stærstu viðskiptabönkunum þrem gæti reynzt erfitt að halda áfram að endurfjármagna erlend skammtímalán. Þau uxu upp úr öllu valdi á örfáum árum og námu um mitt ár 2008 rösklega tvöfaldri landsframleiðslu og sextánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þau uxu hratt vegna þess að Seðlabankinn hafði enga stjórn á útþenslu bankanna.

Seðlabankanum bar að halda aftur af vexti bankanna með því að skylda þá til að binda fé í Seðlabankanum í samræmi við ákvæði laga og hemja útlán þeirra og vöxt að því marki. En Seðlabankinn gerði hið gagnstæða: hann lækkaði bindiskylduna til að þóknast bönkunum og hætti síðan að beita henni.”

Voru embættismenn Seðlabankans að brjóta lög með því að lækka bindisskylduna, eða var sett löggjöf um þetta atriði?


mbl.is Seðlabankastjóri þekki sinn stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönn sakamál

Ég er mikill aðdáandi á sönnum sakamálum og les aðallega bækur um slíkt efni, sem og annað sannsögulegt efni. Mig langar því að vekja athygli ykkar á nýju íslensku sakamálatímariti með meiru, en ég var búin að lofa útgefandanum að koma því á framfæri á blogginu mínu. Þetta er tímaritið Spenna: sannar sakamálasögur, gamansögur og frábærir vísnaþættir Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

Tímaritið fæst í öllum bókabúðum, Hagkaup, Krónunni, Lyfju og Leifsstöð.

Til að gerast áskrifandi – Kynntu þér áskriftartilboð:
Áskriftarsímar: 587-2619 og 553-5381. Netfang holar@simnet.is

Útgefandi Bókaútgáfan Hólar www.holabok.is

 
Meðal efnis í 1. tölublaði:
Bonnie & Clyde - frægasta glæpapar sögunnar
Mueller malar gull
Viðurnefni í Vestmannaeyjum; af Jóni alífát, Koppa-Mundu og fleirum
Blóðsugan - Kjallaraherbergi dauðans
Dávaldur í Neskaupstað
Lyfjanotkun Hitlers - Úr læknaskýrslum foringjans
Íslenskar gamansögur
Ástkona sölumanns deyr - Innblástur í réttarmeinafræðina
Vísnahorn Ragnars Inga
Enginn friður fyrir Peace

Tímaritið hefur þegar fengið góðar viðtökur hjá nýjum lesendum!

 ForsidaBlogg


Í hverju felast skuldirnar?

Maður spyr sig, af hverju skuldar banki svona mikið?

Er það vegna mikillar lántöku af því að landinn hafi verið svo gráðugur í myntkörfulán?

Það er örugglega ein skýringin.

Bankinn hlýtur að skulda líka útaf einhverjum öðrum lánum. Voru stjórnendur að fjárfesta í einhverjum áhættufyrirtækjum sem hafa ekki verið að gera sig? Hafa kjölfestufjárfestarnir verið á fullu í einhvers konar 'spúttníkk' fjárfestingum sem hafa bara hrunið í andlitið á þeim?

Fólk hefur mætt í bankann sinn og strýkur bara á sér sveittan skallann!

Glitnir30.09.08


mbl.is Enn frekari lækkanir á lánshæfi Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er ömurlegra en að ganga yfir sviðinn fjárvanginn ...

... en bankamenn ættu að þekkja sína sauði.

Atburðir síðustu daga koma öllum fjármálastofnunum hér á landi við, að öðrum fyrirtækjum ónefndum.

Kaupþing þar ekki undanskilið. 

Ja, ég spyr nú bara hvort Stoðir eigi skuldir í Kaupþingi. Stærsti lánadrottinn Stoða er Landsbankinn, en ekki þykir mér ólíklegt að menn með þvílík umsvif eins og Jón Ásgeir  og co. hafa verið með, að Hannesi Smárasyni ógleymdum, séu með einhver viðskipti í öðrum bönkum hér, ef ekki nánast öllum, þ.m.t. sparisjóðum.

Bankar virka svipað og tryggingafyrirtæki: þau deila með sér tryggingum/ábyrgðum/lánum.

Ef einn banki lendir í vanda, fylgja hinir á eftir. Blóðtaka sauðanna þýðir blóðtöku allra.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmenn hafa áhyggjur - næturgistingin hækkar

Áhyggjur núna eru raunhæfar

Held að það sé kominn tími til að hafa virkilegar áhyggjur af efnahagsástandinu.

Veislunni er lokið og við landsmenn þurfum að fara að taka okkur á.

Mikið sparast ef þak yrði sett á innflutning á alls konar óþarfa drasli.

Við höfum lifað eins og olíugreifar með kaupum á öllum þessum fínu

bílum og ofurfjárfestingum í húsnæði – mikið á erlendum lánum.

Olíupeningarnir

eru ekki ennþá komnir til okkar, en þeir koma.

Við þurfum bara meiri þolinmæði til að bíða eftir því að olían fari að spýtast

upp úr jarðlögunum á sjávarbotninum umhverfis landið. Því það er nóg

af henni þarna úti, en þetta ferli tekur tíma.

 

En við gætum alveg eins átt von á því að farið verði að

skammta okkur gjaldeyri hér á nýjan leik. Ég segi nú bara svona,

en auðvitað vill enginn hverfa til afturhaldstímabils, en sparnaður

í kaupum á innfluttu dóti og alls konar óþarfa og færri

utanlandsferðir gæti hjálpað til.

Erlendar ofurskuldir

Bankar, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar skulda mikið í formi erlendra lána, og gjaldeyrisþörfin er mjög mikil þannig að eftirspurnin á krónunni hefur minnkað og hún fellur alltaf í gildi ef enginn vill hana, þegar gjaldeyriskaup eru mikil.

Seðlabankinn getur ekki látið prenta evrur eða dollara, til að hægt sé að greiða afborganir af erlendum lánum, heldur verður hann að fara bónleiðir í erlenda banka, eða seðlabanka til að redda málunum.

Er sérstök ástæða fyrir háum stýrivöxtum?
Mig grunar að ástæðan fyrir því að stýrivextir hér hafa ekki verið

lækkaðir ennþá, hafi verið til að laða að erlenda fjárfesta til að gefa

út krónubréfin sem þeir greiða fyrir með erlendum gjaldeyri.

Það hefur verið að redda skútunni undanfarin misseri.

Hvað verður gert ef þeir forðast íslenska markaðinn, þó að

vextir séu í hæstum hæðum? Ef stór banki jaðrar við falli,

þá er hætt við að það sjáist undir iljarnar á þeim.

Glitnir á rauðu ljósi

 Glitnir 001

Sváfu einhverjir á verðinum? Glitnir mætti bara rauðu ljósi hjá erlendum banka þar sem þeir höfðu sótt um lán hjá.
Glitnir er of stórt dæmi til að hann verði látinn rúlla, því hann tæki það marga með sér, aðra banka líka. Seðlabankar eiga að vera bönkum til trausts og halds og vitanlega hafa reglubundið eftirlit með þeim og síðasta hálmstráið á að vera að bjarga banka. Voru Glitnismenn of seinir á að taka við sér og leita til Seðlabanka Íslands?

Fróðlegt verður að heyra hvaða úrræði verða hrist fram úr erminni í stefnuræðu forsætisráðherra nú í upphafi þings.

Ástandið hér núna er að verða snælduvitlaust; það fer að vinda hraðar

og hraðar ofan af snældunni. Þess vegna verðum við að hægja á okkur.

 

Litlar eignir – minni áhyggjur

Margir hafa áhyggjur sem eiga eftir að aukast.

En sá sem á lítið sem ekkert, nema daglaunin sín eða launin sem koma um mánaðamót hafa kannski minnstu áhyggjurnar og eru nægjusamastir.

 

 Sofandi

Gekk fram á þennan (útigangs)mann sem svaf værum blundi um hádegið á sunnudegi nú um miðjan ágúst s.l. Veit engin deili á honum, en hann hafði komið sér fyrir á bretti nálægt höfninni í Reykjavík, greinilega verið að staupa sig kvöldið áður ásamt því að róta í einhverjum ruslagámi og síðan sofnað þarna.

Það sem er skondið við þennan gaur, sem á sér líklega engan samastað annan en þann sem hendi er næst, var að hann lét sér nægja að nota ímyndunaraflið til að gera heimilislegt í kringum sig:

hann fann lampaskerminn líklega í bláa plastgámnum og bjó til lampa með hjálp vodkaflöskunnar og innihaldið líklega lýst upp einmanna  tilveru hans kvöldið áður. Hann ‘hlustaði’ greinilega á tónlist þarna um kvöldið og spilaði vinylplötuna með því að nota aflóga háhælaðan skó sem nál. - Ef þú smellir á myndina stækkar hún og þannig sést 'draslið' betur.

Draslið sem hann hirti úr gámnum notaði hann í skemmtilega endurvinnslu. Hann hefur ekki áhyggjur af gengi krónunnar og erlendra gjaldmiðla og hvort úrvalsvísitalan falli og falli. Kannski það eina sem hann hefur áhyggjur af er næsti næturstaður og hvort hann á fyrir næstu bokku.

EnnþaSofandi

 

En margir landsmenn gætu lent í að hafa áhyggjur af sínum ‘næturstað’ á næstunni, a.m.k. mun verðið á næturgistinguni hækka verulega.


mbl.is Fjármálafundi Glitnis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað mikið í aðsigi??

Frétti í gærkvöldi hér í netheimum að stjórnarráðið hefði verið upplýst allt kvöldið og menn hlaupandi þar út og inn með möppur og laptops. Og mikil fundahöld voru víst í Landsbankanum líka. Þessi heimildamaður segist þekkja einhverja sem þekkja til í stéttinni og segir allt benda til að eitthvað mikið sé í aðsigi.

 

Eru kannski einhver tengsl milli mikilla fundahalda í Landsbankanum og mikilla viðskipta með bréf bankans í Kauphöllinni í gær? En ég sá frétt á visir.is þar sem segir: “Það sem af er degi hafa viðskipti með hluti í Landsbankanum numið yfir 9 milljörðum króna. Þar voru ein stök viðskipti í morgun upp á 4,5 milljarða króna.” Og: “Viðskiptin í kauphöllinni með hluti í Landsbankanum voru þau mestu hjá einstöku félagi í Evrópu í dag.”

 

Manni dettur helst í hug að einhver kjölfestufjárfestir í Landsbankanum hafi verið að selja hlut sinn. Og þá til hvers? Af því að þeir vita eitthvað og þá kannski til að kaupa hluti í Glitni. Af tvennu illu fyrir Glitnismenn, og ríkið, er skárri kosturinn að Landsbankinn geri ‘fjandsamlega yfirtöku’ frekar en ríkið. Kannski hafa spunameistarar ríkis og Landsbanka verið að plotta í gærkvöldi um að það liti betur út ef Landsbankinn gerði Glitnismönnum tilboð sem þeir gætu ekki hafnað í stað þess að ríkið stæði í slíku, enda hefur slíkt fengið mjög slæmar viðtökur víða. En hver skyldi þá hafa keypt hlutinn í Lsb uppá 4,5 milljarða. Kannski bara ríkið sjálft!

Bjorgunarhringur

Undanfarið hafa ríkisstjórnir víða verið með björgunarhringi á lofti til að bjarga efnahagslífinu á sínu svæði. En yfirleitt er það gert með löggjafarvaldinu. - Og svo verður Alþingi sett í dag!

 


mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnir upp í sig brauðmylsnuna

Þessi fallega dúfa sem ég hitti í útjarðinum á lóð Glitnisbanka við sjóinn í gær, hvíslaði því að mér að hún væri tákngervingur hluthafa bankans.

Dufa2

Hún trítlaði þarna í grýttri urðinni og reyndi að týna sér eitthvað í gogginn, en það var ekki mikið að hafa þarna.

 

En lífið hinum megin við götuna virtist ganga sinn vanagang, viðskiptavinir bankans komu og sinntu sínum erindum, eins og ekkert hefði í skorist.

 

En hinn almenni hluthafi er búinn að tapa rúmlega 70 prósendum af hlutum sínum í bankanum frá því á föstudaginn.

 

Glitnir 002


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband