Fyrr má nú rota, en dauðrota!

Karlinn ætti að geta ráðið til sín fyrirsætur sem eru bara venjulegar. En hvaða fyrirsæta er venjuleg? Kannski engin. Í mínum huga getur það virkað neikvætt að fyrirsæta sé eins og maraþonhlaupari sem er í mínum augum eins og tálgaður spítukarl eða gangandi beinagrind. Aukamagi og skvap eiga greinilega ekki upp á pallborðið á týskusýningum.

Góð fyrirsæta gæti verið eðlileg kona, án þess að vaða í spiki í vissum líkamshlutum, og án þess að vera gangandi beinagrind ... Ég spyr: er hægt að finna hina fullkomnu fyrirsætu? Held ekki. En það má alltaf fara einhvern milliveg. 

Af hverjun geta þessir svokölluðu "týskufrömuðir" ekki sýnt fatnað án þess að "bíafra" fyrirsætur sýni hann?

Bæði feitar konur og of grannar konur, geta átt erfitt með að fá passandi fatnað á sig. En tískukóngarnir þurfa alls ekki að láta eins og að allar konur séu hávaxnar maraþon mjónur. Þeir eiga að ráða til sín fleiri afbrigði af sýningardömum, og þá gætu þeir selt miklu meira.

 


mbl.is Enginn vill sjá þrýstnar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband