Einræðisherrar virðast ríkja alls staðar: Sarkozy og Bersusconi eru við völd, en sem betur fer erum við laus við Ásgrímsson, Oddsson, og fyrirbæri á borði við Ingólfssyni!

Ég veit lítið um bakgrunn Sarkozy en það getur sagt manni heilmikið ef karlinn ætlar að fækka rannsóknardómurum. Það segir heilmikið. Hver ætli hafi þrýst á hann um að taka þetta skref og hvað ætli hann hafi fengið borgað mikið undir borðið fyrir að taka þessa ákvörðun?

Hef ekki fylgst nægilega með Berlusconi undanfarin misseri, en ef einhver getur flokkast sem spilltur stjórnmálamaður þá er að hann.

Við almenningur erum og höfum verið of grunlaus gagnvart stjórnmálamönnum, bæði hér heima og erlendis. Þegar þessir karlar komast til valda virðast þeir komast upp með ólíklegustu uppátæki, eins og við þekkjum hér, eða þykjumst vita. Enda er það líklega bara toppurinn á ísjakanum sem við vitum um brask og sjálftöku íslenskra stjórnmálamanna. Hvað þá er varðar þá ítölsku, og þá bresku?

Í frétt mbl. sem ég er að blogga um segir "Silvio Berlusconi er hættulegur" að mati Joly rannsóknardómara. Ég veit ekki í hverju hættan felst: er karlinn karlinn kannski ofbeldishneigður og líklegur til að leggja hönd á konur, börn og aðra karla? Nei, það held ég ekki, í bókstaflegum skilningi.

En til eru karlar sem beita aðra fjármálalegu ofbeldi, þó að höndin laus komi þar aldrei við sögu. Margir Íslendingar hafa orðið fyrir fjármálalegu ofbeldi karla og kerlinga sem sölsuðu undir sig bankana og mötuðu ehf félög sín á fjármunum sem voru teknir beint út úr bönkunum.

Í dag sitja margar fjölskyldur, feður, mæður, börn, afar og ömmur sem hafa lent í klónum á aðallega íslenskum ofbeldismönnum á sviði fjármála; það er erfitt fyrir þetta fólk að fá slíkan löðrung frá þáverandi velmegtandi mönnum. Margir landsmenn sitja uppi með tómar bankabækur og stórt tap vegna fjárfestinga í bönkum sem ofbeldisfullir fjárglæframenn áttu hlut í og stjórnuðu með harðri hendi.

En þetta með Berlusconi karlinn, þá hefur hann farið víða í skattaparadísum og braksað og hefur verið einn stærsti eigandi fjölmiðla á Ítalíu s.l. ár (kannast einhver á Íslandi við svona: hver/hverjir hafa átt stærstan hlut í fjölmiðlum hér á landi undandarið?). Karlar á borð við Berlusconi eru kannski ekkert allt of skynsamir: hann hefur líklega farið að ráðum lögmanns síns, á sínum tíma, sem hvatti hann til að stofna ehf á aflandseyjum. Lögfræðingurinn fær greidda stóra fúlgu við aðstoð við slíkt. 

Ef Berlusconi hefur farið þessa leið, sem og hann fór, og braskaði mikið, þá er ekki ólíkleg tað íslenskir fjárglæframenn og fjölmiðlamógúlar hafi farið sömu leið. Enda með lögfræðinga í vinnu sem hafa allir lært á sömu bókina.

En þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að við almúginn kunnum ekki á svona klæki, enda upp til hópa daufdumbir daglaunamenn og kunnum ekki á alþjóðabraskið sem hefur viðgengist hér í ótal mörg misseri. Við fáum bara vitneskju um braksið þegar kerfið hrynur og fólk vaknar upp við vondan draum þegar það tapar innistæðum sínum. Sama virðist gilda um lífeyrissjóðina sem höfðu sömu tröllatrúnna á íslensku fyrirtækjunum sem þeir fjárfestu í. Greinilega gaphausar sem eru þar við stjórnvölinn og algerlega úti á túni; aðilar sem eiga að tryggja fjármuni okkar til framtíðar.

Einræðisherrar eru hættulegir. Eða er það ekki? Hitler ku hafa verið hættulegur. En ég er farin að halda að þessir ofbeldisfullu fjármálamógúlar sem hafa stýrt fjármagninu okkar undanfarið séu 100 sinnum hættulegi en Hitlar var nokkurn tíma.

Silvio Berlusconi er hættulegur að mati Evu Jolie. Eigum við að taka mark á því? Já, líklega, ef hann stórnar því sem birtist í fjölmiðlum á Ítalíu og jafnvel í fleiri löndum.

Og við verðum að reyna að gera okkur grein fyrir því hvort einhverjir ofbeldisfullir fjármálaeinræðisherrar séu að reyna að stjórna fjölmiðlum hér á landi.

En saga Silvio Berlusconi er meira en lítið skrautleg og ætla ég að reyna að segja hana hér, eða hluta af henni, í næsta bloggi. Við verðum að vera meðvituð um hvernig þessir karlar vinna.

Ég veit ekki til þess að Sarkozy sé bisnesskarl. En eins og að ofan getur, grunar mig frekar að hann sé handbendi bisnesskarla, sem kaupa hann til ákveðinna skítverka.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú hefur sem betur fer engin kynni af einræðisherrum mín kæra.

Gústaf Níelsson, 27.5.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka þér fyrir þennan ágæta pistil og ég tek undir það að sterkar valdaklíkur eru hættulegar. Fjölmiðlavaldið er í raun ægivald og dapurlegt að horfa upp á þegar illa er farið með það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.5.2009 kl. 04:11

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Einræðisherrar nútímans voru karlar á borð við Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, ásamt fleirm sem réðu hér ríkjum svo átatugum skipti. Við erum laus við þá núna og verðum að sjá til þess að svona einræðis kallar, og kelingar, komist ekki til valda hér á landi, amk ekki til langframa.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband