Borgarvargurinn þrumu lostinn yfir vondu veðri á Hellisheiði!

Ég hélt að ég væri að lesa frétt á mbl.is frá s.l. vetri um vont veður á Hellisheiði. Hér í Reykjavík er gróður kominn á gott skrið og sumarið komið í mínum huga. Var þetta vonda veður kannski á Hellisheiði eystri? Nei, greinilega ekki. Í fréttinni kemur fram að bíll lenti útaf á Hellisheiði og tveir í Þrengslunum. Sem þýðir Suðurland og svo urðu þrumur og eldingar. Ég borgarvargurinn, er greinilega ekki meðvituð um válynd veður sem geysa í næsta nágrenni við höfuðborgina. Þó að mér finnist sumarið sé komið. En loftið er kalt og gluggaveðrið getur stundum gabbað mann.

En hefur nokkur heyrt af veðurspá Dalvíkurmanna sem spá árlega í sumarveðrið með því að lesa í innyfli dýra??? Hef ekkert heyrt af þessum góðu Dalvíkurmönnum þetta vorið.  Gaman væri að heyra fréttir frá þeim þarna norðan heiða!


mbl.is Snjór og þrumur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband