Hugaðu að náttúrulegri vörn gegn flensu! Ekki borga formúgu í skyndilausnir píramýdafyrirtækja. Náttúrulegar afurðir er besta vörnin!

Flensa er í gangi sem getur orðið að heimsfaraldri! Við fáum öll flensu með reglulegu millibili en til eru ráð til að fækka flensutilfellum hjá okkur:

 

Mín reynsla gegn hvers konar flensu og kvillum er: hvítlaukur!
Ásamt fleiru, þó það feli ekki í sér nein lyfjakaup í apóteki.
 
Hef notað marinn hvítlauk út í hrásalatið kerfisbundið frá síðustu jólum.
Enda er hvítlaukur hræbillegur í Bónus og hefur þá eiginleika að vera
sýkladrepandi.
 
Hef sloppið við kvef og aðra kvilla síðan þá. Fékk líklega einhvers konar flensu
í febrúar s.l., en hún var svo væg, og lýsir sér sem smá orkuleysi, án kvefs, og
vart á orð gerandi. En á sama tíma fékk kunningjakona mín slæma flensu og
var frá vinnu í marga daga. Ég ég fékk líklega flensu í byrjun október í fyrra, og lá nokkuð orkulaus í rúminu
hluta af nokkrum dögum, en þá var ég ekki í hvítlauknum!
 
Fyrir utan hvítlauk er eplasafaedik og hunang líka sýkladrepandi.
Heyrði líka á einhverjum fjölmiðlinum að blöð af ætishvönn hefðu heilunareiginleika.
Gott að vita það, enda er gróður vaxandi núna í upphafi sumars.
En alls konar ávextir og grænmeti getur varið okkur gegn kvillum: ber, paprika og
grænt salat luma á ýmsum góðum vörnum gagnvart kvillum.
 
En hvítlaukinn má nota í hvers kyns matargerð fyrir utan hrásalatið, t.d. í pottrétti.
Og ef ekki vill betur, má einfaldlega skera hann í bita og gleypa hann hráan með
vatni eða te, og þannig getur hann orðið góð vörn fyrir hvers konar bakteríum og
sýklum. Þannig að ekki þarf að hamstra dýr lyf í apótekinu að sinni!
 

 


mbl.is Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekkert selur bóluefni betur en slæm flensa, hysterían er rétt að byrja.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.4.2009 kl. 02:38

2 identicon

Mín vörn er heilsusamlegur lífstíll.  Borða hollt hreyfa sig. Gæta þess að fá mér alltaf næringarríkan, próteinríkan morgunmat. Nota vandaða fæðubót og vítamín. Styrkja ónæmiskerfið eftir bestu getu með vönduðum og fjölbreyttum andoxunarefnum og ávöxtum. Gæta þess að fá nægan svefn. Gæta hreinlætis.

Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband