Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú, með mannabein í maganum?

Það er 'markaðurinn.' Og þar sem markaðurinn er eins og lifandi vera, er honum eðlislægt að koma sér í jafnvægi. Honum er nákvæmlega sama hvort þú ert að tapa eða græða. Og það er alveg sama hvað Obama, aðrar ríkisstjórnir, og einhverjir peningakallar eru að reyna að gera. Markaðurinn er hress og í uppsveiflu einn daginn, en er með flensu og í niðursveiflu hinn daginn. Það eru bara nokkrir gaurar sem kunna að notfæra sér glufur í markaðnum, milli sveiflna og þegar hann fær 'flensu' og svoleiðis. Markaðurinn þekkir þig ekki persónulega, en sumir klárir kallar hafa sett sig inn í 'geðsveiflur' markaðarins, sbr. eftirfarandi sögu sem ég las um daginn:

 

Snemma á 10. áratugnum voru Bretar í svipuðum aðstæðum og við Íslendingar, þ.e. með breska pundið. Það þótti geggjað að Bretar hækkuðu stýrivexti árið 1992. Það hafði neikvæð áhrif á efnahagskerfi þeirra, og pundið var hátt í samanburði við aðra gjaldmiðla, og hafði neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtækin. Hljómar þetta nokkuð framandi fyrir íslenskan lesanda þessa bloggs? Breskt viðskiptalíf þurfti þess vegna að þola tvöfaldan sársauka: háir vextir og minni innkoma hjá útflutningsfyrirtækjum. Enski Seðlabankinn hækkaði nefnilega stýrivexti eftir að þýski Seðlabankinn hækkaði sína stýrivexti vegna þenslu eftir fall Berlínarmúrsins 1989. Hljómar þetta nokkuð ókunnuglega í þínum eyrum?
 
Fjármálasérfræðingar líktu þessari hækkun stýrivaxta við að breski Seðlabankinn hefði horft á vandamálin gegnum baksýnisspegil á bifreið. En George nokkur Soros hafði eigin framtíðarsýn og kjark. Hann gerði sér grein fyrir að pundið var metið of hátt og að breski Seðlabankinn hefði ekki efni á að styðja við það til lengdar. Þegar pundið félli, yrði það útflutningsaðilum í hag, og breski Seðlabankinn hefði minni hag af því að hækka stýrivexti handvirkt. Þessi George hjálpaði til við að koma þessu í kring, ásamt öðrum fjárfestum sem höfðu áhuga að vera með í dæminu.
 
Soros hafði í huga að fara gegn breska pundinu. Margir evrópskir bankar höfðu keypt pund í sameiningu, að jafnvirði 10 billjónum dollara, af breska Seðlabankanum. Soros hafði samband við þessi 'bankasamsteypu' og sagðist hafa áhuga á þessum pundum. Þ.e. fá lán hjá samsteypunni til að kapa þessi pund hjá þeim á þessu háa gengi. Og endurselja þau þegar pundið félli (sem og það gerði). Hann gæti endurgreitt lánið með ódýrari pundum, og mismunurinn færi í hans vasa. Bankamennirnir áttuðu sig á því hvert markmið Soros var, vegna þess að þeir myndu einnig græða á þessu, þannig að þeir samþykktu skortsölutilboð Soros.
 
Reyndar var pundið dæmt til að hryja í verði á þessum tíma. Birgðir breska Seðlabankans í gjaldeyri, svo sem dollurum (sem var eini gjaldmiðillinn til að bakka upp pundið á þessum tíma) var í frjálsu falli. Þannig á endanum varð breski Seðlabankinn að gefa eftir; hann hætti að hækka stýrivexti og leyfði pundinu að falla. Og með tímanum lagaðist efnahagsástandið, sem er eðlilegt þegar hlutirnir fá að gerast á sem eðlilgastan hátt. Breska stjórnin hefði getað sparað sér mikla fjármuni ef hún hefði einfaldlega skrifað upp á tékka handa Soros, en hann hafði eina billjón dollara upp úr krafsinu, einungis á einum degi, þ.e. 16. september 1992.
 
Fjármálasérfræðingar segja að Bretunum hafi verið nær; að reyna að berjast gagnvart markaðslögmálunum hafi orðið þeim að falli. Í stað þess að láta pundið fljóta og láta það síðan ná jafnvægi í tímans rás. - Sama segja reyndir aðilar sem hafa mátt þola tímana tvenna í lífinu og hafa upplifað kreppuna 1928 og aðrar niðursveiflur: þeir segja að það sé bara gálgafrestur þegar stjórnvöld (eins og Obama er að gera núna) dæla fé inn á fjármálamarkaðina: það læknar ekki neitt, það framlengir aðeins sjúkdóminn. Það er ekki fyrr en 'kerfinu' er leyft að hrynja að bati geti fyrst farið að eiga sér stað. Ekki fyrr.
 
Vonandi getum við Íslendingar lært eitthvað af þessari gjaldeyrissögu. En heimildina af þeirri frásögn má finna í bók Leon Levy The Mind of Wall Street; A Legendary financier on the Perils of Greed and the Mysteries of the Market (2002).
 

 


mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband