Snemmbúið aprílgabb hjá Alaskamönnum???

Vegna fréttar á mbl.is : Eldgos í Alaska

Árið 2004 tók ég saman nokkur mögnuð aprílgöbb og ég man alltaf eftir aprílgabbinu frá Alaska:

Aprílgabb í Alaska 1974
Árið 1974 var íbúum í bænum Sitka í Alaska brugðið þegar eldfjallið
Mount Edgecumbe byrjaði allt í einu að spúa úr sér heljarmiklum svörtum reyk.
Fjallið hafði ekki látið á sér kræla áratugum saman. Fólk flykktist út á götur
og góndi uppá fjall, óttaslegið um að það myndi brátt byrja að gjósa.
 
Til allrar hamingju var reykurinn ekki frá náttúrunar hendi, heldur gerður af
manna völdum, eða réttara sagt, var af völdum eins manns. 
Einn íbúi staðarins, Porky Bickar, sem var þekktur húmoristi
og hrekkjalómur, hafði flogið með göml bíldekk í hundraðatali upp í gíg
eldfjallsins og síðan kveikt í, eingöngu til að fá íbúana til að halda að
eldfjallið væri að lifna við. Og sú goðsögn gengur ennþá um bæinn að þegar
eldfjallið Mount St. Helens gaus sex árum síðar, hafi íbúi í Sitka
skrifað hrekkjalóminum bréf og sagt: "Í þetta skipti hefurðu gengið of langt!"

 


mbl.is Eldgos í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Varla þætti okkur þetta gott grín á Íslandi.  Enda sagt að Hekla geti farið af stað þá og þegar.   Þarna í Alaska er Sarah Palin hugsanlega bara með fráhvarfseinkenni frá athyglinni...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 05:27

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Auðvitað er svona aprílgabb hvergi gott grín. En grín samt. Og varðandi Heklu gömlu: í fyrra var ég stundum að spjalla við góðkunningja minn sem fer oft í heimsókn í sveitina þarna uppi við Heklu og sagði hann mér að jörð þar væri heit og á hreyfingu og hann bjóst við gosi á hverri stundu. Vissulega bíða margir með öndina í hálsinum eftir gosi, enda búum við á virkri eldgosasprungu.

En Sara kellingin! Það varð smá spýja þegar hún kom fram á sjónarsviðið þarna árið 2007. Kannski er hægt að líkja henni við smá 'gos' (eða bara gosa)?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.3.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband