Hannes Smára reddar þessu

"Við blasi að ef ekki náist tekjur og eignir úr skattaskjólum og ef á skorti að eignir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröfum muni þeir sem enga ábyrgð báru á hruninu sem hér varð, almenningur og hefðbundinn atvinnurekstur, þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirrar afdrifaríku meðferðar fjármuna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkrum tugum manna sem flestir höfðu yfir sér huliðshjálm bankaleyndar og skattaskjóla" segir í niðurlagi fréttar um skrif ríkisskattstjóranna.

Hver man ekki eftir orðum Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra í frægu Kastljósviðtali í haust "við borgum ekki skuldir óreiðumanna"?

Og svo má rifja upp orð Hannesar Smárasonar í viðtali við Stöð 2 í lok október 2008:

Skv. frétt á mbl.is: "Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að hann ætli að leggja sitt fé í að byggja Ísland upp að nýju. Óhætt sé að segja, að of hratt hafi verið farið í útrás íslenskra fyrirtæka og fyrirtæki hafi verið stækkuð án nægilegrar undirbyggingar."


Í umræðum á spjallþræði á netinu 28.10. s.l. skrifaði ég m.a. varðandi þetta: "Ég segi 'nei takk' ég vil ekki ráða Hannes Smárason í byggingarvinnu hér á landi."  En ef Hannes á einhvern pening aflögu, t.d. eitthvað óframtalið í einhverju skálkaskjólinu, og sem hann teldi fram, þá kæmi skattlagningin til góða hér, en held að fæstir treystu Hannesi & Co. fyrir fjármunum sínum í einhver fyrirtæki hér á landi, miðað við það sem á undan er gengið.


mbl.is Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband