IMF setur alltaf reglurnar - Þetta eru kallarnir sem ráða á heimsvísu

Það hlýtur að fara eftir því hverjir sitja í stjórn sjóðsins hvaða
skilyrði hann setur fyrir lánveitingu.
Í gegnum tíðina hefur IMF aðallega verið fjármagnaður af USA
og valdablokkum í Evrópu og hafa samhjálpartengsl þróast milli ríkisstjórna,
stórfyrirtækja og alþjóðlegra stofnana. Það hefur alltaf verið þessum
aðilum í hag að geta stjórnað alþjóðlegu fjármagni: (fátæku) landi er
lánað og peningarnir lenda yfirleitt á endanum í vösum stórfyrirtækja í gegnum
uppbyggingarverkefni í landinu eða með eignaraðild á fyrirtækjum og
auðlindum á einn eða annan hátt.
Hefur þetta verið sérstaklega áberandi í olíu- og verktakageiranum.
Kallarnir sem stjórna þessum stórfyrirtækjunum
eiga vini í stjórn sjóðsins eða eru þar jafnvel sjálfir í stjórn!
 
 
Íslensk stjórnvöld verða að sjá til þess að við verðum ekki
skuldsett við stofnanir á borð við IMF fyrir lífstíð, þ.e. láti stjórnast af
þessu heimskerfi, sem í rauninni stjórnar nánast um allan heim.
 
IMF er stórt valdakerfi í dag sem varð til í lok heimstyrjaldarinnar seinni,
ásamt Alþjóðabankanum, og var hugmyndin að endurbyggja Evrópu
sem var í rúst. Kefið þandist fljótt út og fólki var talin trú um að það ætti
að bjarga öllum frá kommúnismanum. En þegar Sovétríkin féllu sáu allir
að kerfið átti sér rætur að rekja í kapítalisma og markmiðið var auðvitað
hnattvæðing. Það eru þeir sem setja reglurnar.
 
Félagsleg velferð, umhverfisvernd og önnur lífsgæði víkja fyrir græðgi
alþjóðafyrirtækja og aðaláherslan hefur verið, og er fyrst og fremst, einkavæðing.
Litlar þjóðir mega sín lítils þegar alþjóðavæðingin á borð við IMF er komin inn
fyrir þröskuldinn.

mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hann á sér ekki beint fagra sögu, sjóðurinn sá arna!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband