Heimilislegur skítkokkur eða ofur eldamennska keðjubakkafyrirtækis?

Ooo, hvað ég skil þessa fanga vel. "Þetta er svo gegnumsoðið" segja þeir, í mbl.is frétinni, og þeir eiga hreinlega að láta þennan ófögnuð fjúka beint í ruslafötuna, fangarnir þarna á Litla Hrauni. Og heimta "mat!" Ég sé fyrir mé niðursoðnar grænar baunir og annan hrylling sem er ekki einu sinni niðursoðinn, og ekki boðlegur mönnum, við að lesa þessa frétt.
 
Þó að þeir séu fangar/afbrotamenn, eru þetta upp til hópa menn í vinnu þarna á Hrauninu og þurfa sitt og eiga ekki að láta bjóða sér upp á neitt drasl-fæðis-kjaftæði.
 
Þegar ég var krakki dvaldi ég oft fyrir austan fjall hjá ættingjum á sumrin og
pabbi einnar leiksystur minnar var bryti á Hrauninu. Heyrði aldrei neinar
matarsögur þaðan, enda aldrei talað beint við krakka, en ég aldist þarna upp við
að það var talað um þetta fangelsi sem "Letigarðinn."
Ef fangar eru latir, er það auðvitað fangelsisyfirvöldum að kenna. Engum öðrum.
 
Fyrir þó nokkrum árum var ég að velta því fyrir mér hvernig það virkaði,
ef maður vildi t.d. færa föngum í fangelsinu við Skólavörðustíg
rjómatertu eða aðra heimabaka tertu, svona þeim til tilbreytingar.
Ég sá fyrir mér að ég hringdi á dyrabjölluni á grjótinu þarna við
Skólavörðustíginn, spyrði um kokkinn, og ef ég fengi samband,
tjáði honum erindið, fengi tertan inngöngu? (Þessar pælingar hafa ekkert
að gera með að smygla rakvélablöðum eða beittu sporjárni í tertu inn í
fangelsi).
 
Einhverju síðar, eftir þessar pælingar, komst ég að tilviljun í kynni við konu,
sem er reyndar fjarskyldur ættingi minn, og sem var þá nýkomin á eftirlaun og hafði unnið sem fangavörður þarna í grjótinu á Skólavörðustígnum, sem og í öðrum díflyssum þessa lands.
 
Þegar ég komst að starfsferli þessarar nýju kunningjakonu minnar,
gat ég ekki stillt mig um að segja henni frá þessum pælingum mínum
og ekki stóð á svarinu hjá kerlu. En svarið eyðilagði allt fyrir mér:
tjáði hún mér að enginn kokkur væri lengur þarna og allur matur kæmi
á matarbökkum. Fangar fengju stundum samlokur (sem millibita, minnir mig).
Það var af sem áður var, og þegar hún vann þarna á fyrri árum: "þá nægði að
kíkja ofaní pottana hjá kokkinum í eldhúsinu til að vita hvaða dagur var."
 
Veit ekki hvort maturinn er betri á Skólavörðustígnum í dag á
matarbökkunum miðað við það sem kom upp úr pottunum hjá
kokkinum hé fyrr á árum.
 
En það sem ég veit fyrir víst, að þegar þar var kokkur starfandi, þá fengu
fangar að vinna í eldhúsinu, vegna þess að ég man eftir frétt í
mogganum fyrir mörgum árum, sem hljóðaði á þá leið að fangi
sem vann í eldhúsinu hefði náð að strjúka þegar hann var sendur
út með ruslið. Honum tókst að klifra yfir steinvegginn sem umlykur
fangelsið við Skólavörðustíg. Ekki kom fram í fréttinni hvort það hafi verið óbeit á eldamennsku kokksins, leiði við uppvaksið eða þrá eftir frelsinu, sem fékk fangann til að flýja úr díflyssunni yfir steinvegginn.

mbl.is Fangar ósáttir við matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband