Jón Ásgeir enn og aftur fórnarlamb Séð&Heyrt aðferðarinnar?

Ótrúleg umræða á netinu er búin að vera um hvernig Jón Ásgeir stóð sig í Silfri Egils, eða öfugt, þ.e. hvernig Egill stóð sig; japl, jaml og fuður út af engu. Egill var samur við sig í þessu viðtali, var ekkert æstari en vanalega. Þarna voru bara tveir menn að ræða saman um hitamál. Og Jón Ásgeir má eiga það að hann hélt stillingu sinni, ef honum fannst kannski Egill vera æstur (sem mér fannst ekki), enda í mjög erfiðri stöðu eftir hrun Glitnis. Hann stóð frammi fyrir erfiðum spurningum, sem hann kannski reyndi að svara út úr, en hann æsti sig ekki.

Egill var hvorki vel né illa undirbúinn undir þetta viðtal, vegna þess að þetta var 'stutt' viðtal miðað við umfang, og gæti aldrei orðið eitthvað bitastætt þannig séð. Í svona 'Silfur Egils' viðtalsþætti verða málefnin aldrei annað en smávegis yfirklór og Egill virðist lifa á því.

En getur Egill unnið rannsóknarefni til birtingar í sjónvarpsþætti eða blaðagrein, sem tæki á málunum?

Við verðum að gera greinarmun á sjónvarpsþætti með 'æsifregnastíl' og einhverju virkilega bitastæðu þar sem að þáttarstjórnandi/greinarskrifandi fer virkilega ofan í málin þar sem hann/hún fléttar viðtölum við viðkomandi sem tengjast efninu (ef þeir þora).

Jafnvel grunnskólanemandi getur spjallað við þjóðþekktan Íslending sem lendir í skandal.

En málið er að Íslendingar, eins og svo margir aðrir, gleypa við æsifregnastílnum og skandalnum,
þannig að svona þættir eins og Silfur Egils eru í rauninni ekki á hærra plani en Séð & Heyrt og DV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

ég sé pointinn, en thetta var samt mjøg spennandi. Æsispennandi tháttur.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, mér skilst að margir hafi beðið með öndina í hálsinum eftir þessum þætti. En ég hafði ekki tækifæri til að horfa á þáttinn fyrr en hann var endurtekinn. Jón Ásgeir má eiga það að hann mætti í þátt til Egils, en aðrir 'góðir' bankamenn mættu ekki!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband