Bankarnir spunnu peninga eins og kandífloss

Ég trúi engu lengur sem bankastjóri, eða stjórar, láta frá sér fara um góða stöðu banka o.s.frv. Þó að þeir eigi eignir í dag, fá þeir litla fyrirgreiðslu til að geta velt skuldunum áfram. Fyrirsögnin er í boði Adam Smith, en hann notaði þetta upprunalega er hann var að vitna í Evrópska banka hér fyrir á árum.

En líklega byrjaði ég daginn á því að lesa, af því að ég var að lesa sitt hvoru megin við miðnætti. Það sem ég las gerðist í hruni árið 1970, þannig að sagan endurtekur sig. Það sem er að gerast núna, hefur gerst áður: það væri líklega bara hægt skipta út nöfnum á mönnum, fyrirtækjum og dagsetningum, þannig að lesandinn fengi á tilfinninguna að hann væri að lesa um glænýtt gjaldþrot fyrirtækjasamsteypu ‘útrásar’ bræðra. Ég las líka áhugaverða sögu í vetur sem leið af svissneskum banka sem fór í þrot, en af öðrum orsökum en nú er að gerast, þó að um spákaupmennsku hafi verið að ræða. Sú lesning var líka í boði Adam Smith. En meira um það síðar hér í blogginu.

Ég er líka búin að taka til í og hreinsa eina stóra skúffu í eldhúsinu í dag, fara í göngutúr til að anda aðeins og hvíla mig á fréttum dagsins, setjast við saumavélina til að róa mig, skoða á vefnum hvað erlendir fjármálaspekúlantar eru að segja þessa dagana og er byrjuð að setja á blað það sem ég las í dag um eina af örsökunum fyrir þessu bankahruni sem er að eiga sér stað.

Fylgstu því vel með þessu bloggi, því ég mun skella því hér inn.

Það er greinilega hvorki íslenski Seðlabankinn né stjórnin, sem er sökudólgur. Auðvitað er eitthvað mikið búið að vera að, þar sem að bankar og fjármálastofnanir víða um heim eru farnir í þrot. Það eru vissulega margir samverkandi þættir sem eiga hér hlut að máli.


mbl.is Staða Kaupþings býsna góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er að gerast núna hefur allt saman gerst áður, oft og mörgum sinnum, og það er allt saman útskýrt vel og vandlega hérna.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Flott hjá þér Guðmundur að setja þennan link inn, "Falið vald." Þetta er bók/lesning sem enginn á að láta fram hjá sér fara. Las þessa bók á sínum tíma, oftar en einu sinni og er dyggur stuðningsmaður höfundar.

Hvet alla sem lesa bloggið og athugasemdina að lesa það sem vald.org höfundurinn hefur fram að færa.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband