Herþota í lágflugi yfir miðborg Reykjavíkur!

Flugáhugamenn sem vilja leika sér og sýna sig, eiga að halda sig frá því að fljúga beint yfir miðborgina. Þarna eru ferðamenn í hundraðatali á götum úti og mörg hundruð manns saman komnir á aðal markaðstorgi borgarinnar, Kolaportinu. Slíkt lágflug vakti óhug meðal fólks þarna inni, og munaði litlu að vélin rétt slyppi við að sneiða af efsta lagi tollhússins sem hýsir markaðinn.

Og svo er flogið í stefnu á Alþingishúsið okkar Íslendinga.

Það er ekki boðlegt að bjóða gestum og gangandi upp á slíka uppákomu í miðbænum. Flugsýningar eiga ekki að eiga sér stað í svona fjölmenni.

Hver er ábyrgur fyrir þessu? Ef eitthvað ber út af, en það er nú ekki óalgengt á svona flugsýningum, og fólk spyr sig: hver mun axla ábyrgð ef slys ber að höndum?


mbl.is Létu borgina vita af herþotunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

https://vignette3.wikia.nocookie.net/simpsons/images/4/40/Picture0003.jpg/revision/latest/scale-to-width-down/200?cb=20110623042517

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2017 kl. 08:48

2 identicon

Mér er spurn ... hvernig í ósköpum veistu að vélin næstum rakst á Tollstöðvarhúsið? Eða eru þetta bara einhverjar ýkjur til að gera færsluna ægilegri?

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband