Viðlagasjóðshúsunum var komið upp fyrir flóttafólk

frá Vestmannaeyjum á sínum tíma. Fólki sem flúði eldgosið í Eyjum 1973. Mér komu þessi viðlagasjóðshús í hug um daginn, þegar umræða um húsnæðisskort hælisleitenda bar á góma.

Mér datt í hug hvort ekki væri hægt að koma upp svona viðlagasjóðshúsum fyrir hælisleitendur. Ég man eftir svona húsum í Hveragerði, þar sem ættingjar mínir bjugguf í eftir gosið. Þau komu fyrst og gistu hjá okkur og fluttust svo í Hveragerði.

Ég man eftir heimsóknum þangað. Þetta voru svona gámahús og í fínu standi sem heimili. Minnir að þetta hafi verið kallaðir "Lundakofar" á sínum tíma. Þessi hús voru reist á bersvæði, eða í óskipulögðu hverfi. Og voru síðan fjarlægð með tíð og tíma eftir því sem Eyjamenn fluttu sig aftur út í Eyjar.

En til að mæta húsnæðisskorti, væri hægt að endurtaka söguna og koma upp svona viðlagasjóðahúsum/gámahúsum á óskipulögðum svæðum til að mæta húsnæðisþörf vegna hælisleitenda.


mbl.is Rannsakar „Viðlagasjóðshúsin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband