Forsetafrúin á Grænlandi um daginn.

Mér þótti vænt um að lesa frétt um daginn að Eliza Reid, hin nýja forsetafrú okkar Íslendinga hefði farið til Grænlands og tekið elsta son sinn með til að styðja við skákina á Grænlandi, sem taflfélagið Hrókurinn hefur staðið að í gegnum árin.

Ef einhver sem les þetta, og þekkir til, þá er ég alltaf aflögufær með að koma sendingu til Grænlands, þ.e. til grunnskóla þar. Enda hef ég frétt að það er alltaf þörf á efni til handavinnukennslu: efnum, tvinna, garni og öðru sem getur nýst í kennslunni.

Hvet lesenda þessa bloggs að safna slíku efni, sem væri hægt að senda til Grænlands án kostnaðar. Spurning er hvort félagið Hrókurinn gæti komið gjafasendingum frá Íslandi til Grænlands án þess að þeir sem gefa, þurfi að greiða sendingargjöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband