Bessastaðír afþreying fyrir ferðamenn?

Er ferðamönnum fjölgar á landinu, er mikilvægt að nægileg afþreyging sé í boði fyrir það góða fólk sem heimsækir landið.

Útivist er ekki besti kosturinn megin hluta ársins, þannig að ferðamenn taka fagnandi að komast í einhverja góða heimsókn. T.d. í mat til íslenskrar fjölskyldu, sem er orðið í boði hér á landi.

Elísabet forsetaframbjóðandi vill virkja Bessastaði, og ég er viss um að ferðamenn taki því fagnandi að geta heimsótt þennan sögufræga stað, og jafnvel hoppað á trampólíni þarna í leiðinni.

En skv. frétt mbl.is segir frambjóðandinn m.a.: "Ég vil nú fyrst og fremst hafa það huggulegt á Bessastöðum og geta haft góð laun og svo mun ég bjóða öllum þangað. Bessastaðir eiga að vera opnir og mikil traffik af fólki. Þetta á ekki að vera hús í fjarska heldur á að liggja þjóðbraut þangað."

Það væri kannski mögulegt að breyta stjórnarskránni þannig að hlutverk forseta væri ekki bara að taka á móti háttsettum gestum, þar sem væri boðið upp á dýrt áfengi og snittur, heldur selja aðgang að afþreygingu þar sem fjölskyldur og ferðamenn gætu gætt sér á kakó, kaffi og kleinum, hoppa á trampólíni og jafnvel hlusta á fyrirlestur um sögu Bessastaða?


mbl.is Vill þjóðbraut á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband