Erlendir ferðamenn áttavilltir hér um jól og áramót.

Fór í bíltúr eftir að hafa hlustað á ávarp forsætisráðherra á gamlárskvöld. Til að skoða brennur á höfuðborgarsvæðinu og til að taka mynd af Hörpunni sem átti að skarta ártalinu 2015 og breyta því í 2016 á miðnætti. Þegar við ókum Sundlaugarveg, beið fólk í biðskýli Strætó bs. Ég kallaði útum bílgluggann og þeir sem biðu voru 3 þjóðverjar sem voru á leið niður í bæ. Bauð þeim upp í bílinn og þau sögðu mér að þau væru búin að leigja bílaleigubíl og ætluðu til Hafnar í Hornafirði eftir 2 daga. Ég bara bað þau um að aka gætilega og að stoppöa ekki á þjóðveginum til að taka myndir, heldur notfæra sér vasa, eða útskot til að stöðva bíl. ... Og aka varlega þar sem að hálka og snjór væri á vegum. - Hvað á maður að segja eða ekki segja? Það er alla vega ekki fyrir mig að fara í einhvern bíltúr til Hafnar á Horafirði um miðjan vetur.

20151231_214238_resized_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband