Íslenskur ríkisborgararéttur þýðir: engin fyrirgreiðsla frá Útlendingastgofnun

Mig grunar að vinnuveitandinn, múarinn, sem var með Albanskan mann í vinnu hjá sér, hafi nú ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var að fara útí þegar hann sótti um ríkisborgararétt fyrir albanska fjölskyldu.

Þegar fjölskyldan kemur til baka til landsins, fær hún ekki fría íbúð og inneign á greiðslukorti. Þess vegna verður téður Hermann Ragnarsson að finna íbúð fyrir fjölskylduna. Ekki getur fjölskyldan verið á götunni. Íslenskir ríkisborgarar verða að sjá um sig sjálfir (með hjálp góðra manna).

Í fréttinni á mbl.is segir Hermann að söfnunin gangi ekki nægilega vel. Við hverju má svo sem búast hér á Íslandi um miðjan desember, rétt fyrir jól? Margar íslenskar fjölskyldur eru að sligast fjárhagslega vegna jólagjafakaupa og að kaupa í jólamatinn.

Mín tilfinning er sú, að fólk vill vel með því að læka, en það hefur nóg með sig á þessum árstíma, sem og öðrum árstímum, þannig að Hermann verður í bíta í það súra epli, að ef útlendingar fá ríkisborgararétt, þá verða þeir að reyna að lifa af eins og hver annar Íslendingur, sem berst hér í bökkum, og sem er að reyna að eiga í sig og á.


mbl.is Við tekur íslenskur veruleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

ísland best í heimi, þar sem allir hafa nóg. eða þannig.

GunniS, 22.12.2015 kl. 11:09

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Gunni, Ísland er gott land til búsetu. Margir hafa það gott. En miklu fleiri eiga vart til hnífs og skeiðar. Ég er t.d. að reyna að styðja fjölskyldu með 5 börn. Það er mjög dýrt að kaupa fatnað og móðirin er að auglýsa eftir gefins fatnaði. Ég á eitthvað af gefnis fatnaði á krakkana, en það er svo dýrt að senda pakka milli landshluta, að það borgar sig nánast ekki að fá sendan gefins notaðan fatnað milli landshluta.  - En óska þér gleðilegrar hátíðar og velgengni á nýju ári.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.12.2015 kl. 22:45

3 Smámynd: GunniS

kannski þú ættir að ganga í hóp þeirra sem vill láta viðurkenna hvað þarf til framfærslu á íslandi. en það má greinlega alltaf beita fyrir sig börnunum, í öllum aðstæðum. ég sé samt ekki ástæðu til að hjálpa til með að fjölga fólki í þessum vesæla heimi. 

GunniS, 23.12.2015 kl. 09:42

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Gunnis, og takk fyrir svarið. Nei, ég vil ekki ganga í svona hóp, hvað þarf til framfærslu á Íslandi. Held að svona hópar fái lítinn hljómgrun hjá stjórnmálamönnum. Ég vil láta verkin tala, og reyna frekar að styrkja fjölskyldu beint. Em staðreyndin er sú að flóttafólki fjölgar og Ísland fer ekki varhluta að því. Og börn koma undir, hvort sem um er að ræða hjá íslenskum foreldrum, flóttafólki eða innflytjendum.

En auðvitað er það þitt prívat mál að þú sjáir "ekki ástæðu til að hjálpa til með að fjölga fólki í þessum vesæla heimi" Líklega hefur enginn beðið þig um það, en ég vona bara að þú getir upplifað kynlíf eins og almennilegum manni sæmir, þú að ekki verði til börn úr því. Bestu jóla- og áramótakveðjur, Inga :)

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.12.2015 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband