Bardagi Gunnars, Gunnar þetta, Gunnar hitt, fjölmiðlar meðvirkir ...

Bardagaíþrótt sem Gunnar nokkur keppir í, og er ekki keppt í hér á landi, og sem fæstir vita um hvað gengur út á, gjörsamlega tröllríður fjölmiðlum hér á landi þegar Gunnar keppir erlendis.

Í vikunni fékk almúginn að sjá í fréttum, rækilega, út á hvað þetta gegnur út á: Gunnar nokkur mætti í viðtal, eftir að hafa verið barinn sundur og saman. Hann var allur krambóleraður í andlitinu eftir að hafa tapað fyrir stórum erlendum bardaga-bósa.

Þeir sem höfðu fylgst með íþróttafréttum fóru ekki varhluta af lokabardaganum, þegar bósinn lagði Gunnar: bósinn barði hann sundur og saman, og barði höfuð hans ótt og títt í gólfið.

Er þetta íþrótt sem þú óskar eftir að sonur þinn, eða dóttir eigi eftir að taka þátt í, í nánustu framtíð?

Ég hugsaði með mér, að ef ég fengi að ráða, að þá ætti að banna að sýna þessa íþrótt á ríkisfjölmiðlum. Ofbeldið er nóg í þjóðfélaginu og það væri að bera í bakkafullan lækinn að sýna þvílíkt ofbeldi sem sjálfsagða íþrótt.

Hef alltaf furðað mig á því hversu íþróttabullur fjölmiðla eru áfjáðir í að segja fréttir af téðum Gunnari og bullum og bósum sem hann keppir við að berjast við til sigurs.

Legg til að RÚV loki á sýningar og fréttir af Gunnari og álíka ofbeldisbósum.


mbl.is Gunnar lenti á slöngureit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband