Enn ein pýramídabólan að springa?

Og hvað springur næst?

Það er með ólíkindum að fólk sem hefur keypt sér kaffivélar fyrir tugi þúsundir króna fái ekki kaffí í vélarnar, þar sem kaffið er nú skammtað til Íslands.

Auðvitað kemur upp svona snobb kaffi menning. Þetta er selt í píramídakerfi eins og keðjubréfin voru hér í gamladaga. Fullt af fólki beit á agnið. Og svo hrynur þetta.

Af hverju getur fólk ekki bara hellt upp á, heima hjá sér, á gala mátann. Og ekkert vesen. 

Íslendingar eru nýjungagjarnir, og halda að píramídakaffi sem er selt á netinu sé betra, en uppáhellt kaffi heima.

Næsta bóla sem springur hér á Íslandi, verður þegar hótel fara í gjaldþrot: hótelhrun.

Kaffisnobb Íslendinga er bara litlabóla, sem er að hrynja núna.


mbl.is Kaffið skammtað til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg mig langar að leiðrétta misskilning hjá þér, þetta er ekki pýramýdabóla eins og þú segir. Þú kaupir kaffivélina í verslun eins og aðra vöru. Kaffið er svo hægt að kaupa í gegnum netið eða í sérstökum verslunum, í þeim löndum sem ég þekki til, nema á Íslandi þar er af einhverjum ástæðum ekki hægt að kaupa kaffið í gegnum netið, ég skil ekki hvers vegna en það er annað mál. Gæta sín á fullyrðingum um eitthvað sem maður veit ekkert um. 

Eigðu góðan dag. 

Sigridur Sita (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 04:42

2 Smámynd: Jóhann Gunnar Stefánsson

Nespresso er selt í Nespresso búðum um allan heim. Hér er ekki um að ræða neina MLM vöru. Hinsvegar er Ísland ásamt mörgum öðrum löndum ekki á lista þeirra landa þar sem boðið er upp á þessa þjónustu.

Nýjungagjarnir aðiar eins og þú kallar þá hafa því farið í það að kaupa sér kaffivélar sem eru framleiddar af fjölmörgum framleiðendum víðsvegar um heiminn.

Ksffið sjálft sem framleitt er af Nespresso er hins vegar selt í sérstökum Nespresso kaffiverslunum sem eru staðsettar víðsvegar um heiminn. Því miður hefur Nespresso ekki séð sér hag í því að opna slíka verslun á þessum litla markaði hér. Í kjölfarið fer fólk á stúfana að verða sér út um þetta dýrindiskaffi á ferðalögum sínum erlendis og með símapöntunum.

Um þetta snýst þetta mál, en ekki einhverja ímyndaða bólu eða pýramída eða þaðan af flóknari samsæriskenningar. Það er alltaf skynsamlegt að kynna sér efnið áður en maður myndar sér skoðun á því.

Annars bara góðar stundir

Jóhann Gunnar Stefánsson, 8.10.2015 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband