Gat verið: sænskur sálfræðingur vill svæfa börnin á mettíma!

Það að sofna, fyrir litla krakka, getur stundum verið erfitt. Ég er amma ungra barna, og hef það yfirleitt fyrir sið að lesa fyrir þau. Það virkar yfirleitt vel. Í kvöld brá ég útaf vananum og spjallaði við börnin og lofaði þeim að tala. Og held að það hafi virkað vel.

Auðvitað vilja foreldrar barna að þau sofni á mettíma, þar sem þeir eru að glíma við að koma börnunum í rúmið og í svefn á hverju kvöldi.

Þegar ég er að passa barnabörnin eru þau ekki endilega að hlýða mér og fara upp í rúm kl. 20.

En það virkar alltaf að lesa stutta sögu, eða hreinlega skálda sögu eða leyfa þeim að tjá sig.

Kannski sofnar barnið ekki strax eftir lestur sögunnar, þó að maður haldi það, eftir að hafa slökkt og lokað hurðinni.

Síðast í kvöld, 15.8. þegar ég var að passa barnabörnin, tók ég á það ráð að fara með það yngsta, 8 mánaða, í göngutúr í barnavagninum kl. 21 á laugardagskvöldi í smá hringferð í hverfinu af því að barnið var svo óvært. Svona lítið barn er ekki komið á það stig að hlusta á sögur.

En eldri systkinin eru sem betur fer á þeim aldri. Þau þurfa athygli og fá sögur fyrir svefninn. Ef Carl-Johan sálfræðingurinn hefur töfralausinna, þá á hann ef eftir að verða ríkur.

Það sem litlir krakkar þurfa er smá athygli: lestur miðlungs langrar sögu fyrir svefninn og/eða smá spjall. Það er allt of lítill gaumur gefinn að litlum krökkum sem þarf bara að svæfa á kvöldin og ekkert pælt í því að þau þurfi að tjá sig.

En ef sænskurinn hefur töfralausnina fyrir upptekna foreldra. Þá er það fínt. En ég mun halda áfram, sem amma, að lesa venjulegar sögur fyrir barnabörnin og spjalla við þau fyrir svefninn.

Þó er það ekki á óskalistanum að ég þurfi að dröslast út með barnavagninn seint á laugardagskvöldi til að koma ungabarni í ró.

En lestur góðrar sögu fyrir börn klikkar aldrei, þannig. En það er spurning hvort að geyspi yfir lestri virki eitthvað.


mbl.is Viltu svæfa barnið þitt á mettíma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband