Hver er markhópurinn til að versla á matarmarkaði á Hlemmi?

Ég hef ígrundað þessa hugmynd borgaryfirvalda, til að setja á stofn matarmarkað og veitingahús á Hlemmi. Vissulega hefur orðið breyting á gangandi umferð í borginni á undanförnum árum. En það sem ég hef tekið eftir er að ekki virðist umferð gangandi vegfarenda né ferðamanna hafa aukist þarna á svæðinu. Heldur ekki á ofanverðum Laugavegi.

Bílastæði við Hlemm eru í lágmarki. Þeir sem sækja Hlemm aðallega, eru vegfarendur sem nota Strætó bs. Það eru aðallega nemendur, öryrkjar, nýbúar og aldraðir. Þetta er hvorki fólk sem lætur eftir sér að versla á matarmörkuðum, né að versla á fínu kaffihúsi.

Fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan var heildsölubakarí á Hlemmi. Þar gat maður keypt dags- gamalt brauð á góðu verði. Af hverju hætti þessi starfsemi? Var veltan kannski ekki nægileg, til að réttlæta reksturinná þessum stað?

Í upphafi voru margir rekstraraðilar á Hlemmi. Margar litlar verslanir með ýmis konar varning. Og maður tók nú sérstaklega eftir einni versluninni, sem var með snyrtivörur og svoleiðis, enda eiginmaður konunnar sem rak verslunina, vel tengdur í borginni. Var líklega í borgarstjórn á þeim tíma. En það er önnur saga.

En allur þessu rekstur lagði upp laupana á Hlemmi. Af hverju? Líklega af því að þetta gekk ekki. Veltan var ekki nægilega mikil til að geta haldið úti rekstri þarna með hagnaði.

En ég bara fagna því, ef einhver fínn matarmarkaður og veitingahús fái þrifist þarna nú, á breyttum tímum.

En þeir sem sækjast aðöallega að Hlemmi, eru þeir sem nota Strætó bs. og þetta er ekki fólk sem er að sælast eftir að versla á matarmarkaði eða sitja á kaffihúsi. Því miður.


mbl.is Matarmarkaður verður á Hlemmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband