Kári skattakóngur - ef hann hefur einhverja samvisku

ætti hann að kaupa hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu af hluthöfum sem keyptu á árunum fyrir hrun í félaginu.

Mér er spurn? ef þetta félag gengur svona vel og aðal forsprakkinn í þessu félagi er einn af skattakóngum Íslands árið 2015, hvað varð þá um hluti sem fjöldi Íslendinga keypti í félaginu á árunum fyrir hrun? Ég mun óska eftgir skýringum frá Ríkissktattsjóra varðandi þetta.

Kári: viltu ekki bara kaupa hlutabréf í eigin félagi af okkur fjölmörgum Íslendingum sem keyptu hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu hér árunum fyrir hrun? 

Ég á eftir að fá skýringu á, af hverju verðbréfamarkaðir vestra lokuðu á sölu á þessum bréfum á sínum tíma (í hruninu), sem og hér á Íslandi, en svo virðist vera að hlutafélagið gangi vel, miðað við skattlagningu á aðaleiganda þess, m.v. rekstur 2014.

Það er eitthvað bogið við félagið Íslenska erfðagreiningu í samnhengi við þátttöku þess á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði, sem og hér á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Og, meðal annars, er við hæfi að vitna í Kára í viðtali hans við STUNDIN.is:

Kárri Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Stundina hálfpartinn skammast sín fyrir að vera einn af skattakóngum Íslands. Hann segist ánægður með að skila sínu til samfélagsins en telur þó erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á þessum lista. Í fréttatilkynningu frá Ríkisskattstjóra kemur fram að Kári er í þriðja sæti á Íslandi yfir þá einstaklinga sem greiða hæstan skatt. Í fyrra greidd Kári 277.499.661 krónur í skatt.

Ég segi bara fyrir mig, að það er eitthvað að, þegar Kári  segir blaðamanni að það sé "erfitt fyrir gamlan sósíalista að vera á þessum lista." Það er helber lýgi.  Það er ekkert helvítins fokkings erfitt að vera á svona lista. Að segja svona við blaðamann og halda að almenningur trúi þessu, er algjört bull.

Svona bisness hefur aldrei gengið út á neitt annað en blekkingar, véla landann til að kaupa hlutabréf, af því að því að það væri arðbært.

Íslendingar hefðu alveg eins getað keypt sér blíðu hjá vændiskonu, og gengið stundarfrið og fullnægingu fyrir nokkra þúsundkalla, í stað þess að kaupa sér bréfsnefslana í Íslenskri erfðagreiningu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.7.2015 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband