Ráðherrar dýrir fyrir okkur skattborgarana ...

... og svo þurfa skrifstofustjórar líka að fara í ferðir með ráðherra. Til hvers? Þetta er alfarið á kostnað okkar skattborgaranna. Kannski eru þetta svona snobbferðir ráðuneytisfólks. Og hver man ekki eftir snobbferðum alls konar fyrirtækja og stofnana rétt fyrir hrun. Og það kom meira að segja í fréttum hvað þeir fengu á diskinn sinn.  - En sem sagt: það er ekkert til sparað hjá ríkinu.


mbl.is Fimm utanlandsferðir á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Satt best að segja finnst mér ráðherrann hafa sýnt nokkuð aðhald - alla vega ekki mikla eyðslu. Ekki veit ég hvað telst nauðsynlegt í þessum efnum en samskipti við erlenda aðila hljóta að vera hluti af starfinu og svo kemur það nú fyrir að erlendir aðilar koma til Íslands. Það væri forvitnilegt að sjá samantekt á slíku.

Ólafur Als, 25.6.2015 kl. 09:04

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ég veit að sérhver ráðherra hefur ákveðna upphæð eyrnamerkta, til að ráðstafa í hin og þessi verkefni. En ekki er ferðakostnaður dreginn af þessu. En það eru of háar fjárhæðir að mínu mati sem fara í kostnað ráðherra, á meðan að margir skattborgargar þessa lands eiga ekki fyrir lyfjum og margir ekki fyrir mat þegar líður á mánuðinn.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.7.2015 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband