Af hverju hefur það tekið tízkumógúla áratugi að fatta flottar stelpur?

Þá á ég auðvitað við stelpur, eða konur, sem nota fatastærð 42+

Konur og stelpur sem nota fatastærðir í 42+ vilja vera vel klæddar, smart, og fylgja týzkunni, alveg eins og konur sem nota litlar fatastærðir.

En í gegnum tíðina hefur það kannski verið erfitt fyrir 42+ konur að finna á sig tízkufatnað, þar sem fjöldaframleiddur týzkufatnaður er í meirihluta í minni stærðum.

Svo ekki talað sé um týzkusýningar frægra hönnuða, þar sem sýningardömurnar líkjast vannærðum unglingum eða jafnvel beinagrindum. 

Konur í 42+ eiga erfitt með að samsama sig slíkum verum, og halda að týzkuföt tilheyri bara horgrindum.

Konur eru í alls konar stærðum og mismunandi að lögun. Þannig að nú er kominn tími til að 42+ fái uppreisn æru og fái eitthvað ærlega smart á sig, sem vimmufatnað og spari. Og auðvitað þarf góða ofurfyrirsætu til að sýna fatnaðinn. 

Loksins uppgötvaði einhver týzkumógúllinn Tess Holliday. - Vonandi er "Tess" týzkan komin til að vera.

Hókus-pókus - 42+ konurnar eiga eftir að rúlla tízkunni upp!


mbl.is Stærsta ofurfyrirsæta sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband