Er brennisteinsvetni meiri dauðsvaldur en rafmagn?

Í frétt á Mbl. segir frá rannsókn Ragnhildar Finnbjörns. sem kemst að þeirri niðurstöðu að samband sé á milli fjölgunar dauðsfalla á höfuðborgarsvæðnu og hækkunar á styrk brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum. Og hún segir að ástæða sé til að "kanna málið betur."

Auðvitað þarf að kanna þetta mál betur. Þeir sem hafa verið að látast, en gamalt fólk er jú alltaf að deyja, þá þarf að kanna hvort þetta fólk hafi verið í beinu sambandi við rafmagn, t.d. lá bein raflína gegnum heimili viðkomandi, eða bjó viðkomandi nálægt raflínuskúr? Hafði viðkomandi notað farsíma lengi? Og einnig verður að skoða aðrar aðstæður viðkomandi sem er látinn: allt er tengist rafmagni, virkjunum, mengun og öðru sem getur skipt máli.

Fæstir búa í nágrenni við brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjun. En á flest öllum heimilum eru tæki og tól sem tengd eru við rafmagn. Og það er þekkt afbrigði, að þegar var verið að þróa farsímana á sínum tíma, að þeir sem voru að prófa þá þegar þeir voru í framleiðsluferli fengu aukaverkanir. En ég man eftir einu tilfelli, þar sem maður fékk krabbamein sem hafði verið stanslaust með Mótóróla á eyranu, þegar verið var að þróa þann síma. Krabbamein í heila.

Verð bara að segja fyrir mig, að margir Íslendingar hafa í áranna rás búið í nálægð við jarðhita, án þess að kenna sér meins og og náð háum aldri. 

Brennisteinsvetni, eldur og reykur, leiða til astma og öndunarörðugleika, en hugsanlega ekki að fólk látist fyrir aldur fram við að búa í nágrenni við jarðhitavirkjun. En þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Tengja dauðsföll við mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Hver veit hvað brennisteinstvíildi getur gert fólk gæti þetta verið raunhæfur möguleiki? Jú rétt hjá þér Ingibjörg fólk hefur búið við hliðina á hverum í árhundruðir en þá voru ekki til virkjanir sem eins og í dag blása ofboðslegu magni út í andrúmsloftið sem heitir víst hveralykt. En allavegana þá má segja það eins og margir aðrir hafa sagt í sambandi við hrossaskít, kújamykju, svínaskít og hænsnaskít þá er það mengun en kemst ekki í hálfkvisti við mengunina frá virkjununum á Hellisheiðinni á ársgrundvelli!

Örninn

Örn Ingólfsson, 11.4.2015 kl. 04:40

2 identicon

Sæl,

Brennisteinsvetni er mjög hættulegt efnasamband. Bæði er það mjög tærandi í gasformi auk þess sem það verður að brennisteinssýru þegar það binst vatni.

Þar sem mannslíkaminn innheldur mjög hátt hlutfall vatns er bæði hætta á tæringu (öndunarfæri) og eitrun (ef þetta binst vatni í líkamanum) 

15 ‐ 450 μg/m³ Lyktarmörk, lykt af loftegundinni fer að finnast
50 μg/m³ Hámarks hlaupandi 24 klst. meðaltalsstyrkur skv. reglugerð
150 μg/m³ Viðmið WHO
450 μg/m³ Getur valdið ógleði og höfuðverk, lykt greinileg
150 – 1.050 μg/m³ Lyktarskyn fer að minnka
1.050 – 10.500 μg/m³ Erting í augum og þreyta
4.050 – 7.950 μg/m³ Lykt óþægileg og nokkuð sterk
15.000 – 22.500 μg/m³ Mengunarmörk Vinnueftirlitsins
15-01
15.000 – 30.000 μg/m³ Ertandi áhrif á augu
30.000 – 49.500 μg/m³ Lykt sterk, en ekki óþolandi
75.000 – 150.000 μg/m³ Alvarlegur augnskaði, lyktarskyn hverfur á fáum mínútum
225 000 375 000 / L kt k l t
7.03.2011 EBD-1
225.000 – 375.000 μg/m³ Lyktarskyn lamast
450.000 – 750.000 μg/m³ Lungnabjúgur,lífshættulegt ástand
750.000 – 1.500.000 μg/m³ Sterk áhrif á taugakerfi, öndunarlömun
1.500.000 – 3.000.000 μg/ m³ Maður hnígur samstundis niður, öndunarlömu

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 13:48

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég verð aðeins að leggja orð í belg varðandi Brennisteinsvetni (H2S) og Brennisteinstvíildi (SO2) Örn Ingólfsson og Gunnar Sigfússon og þið eruð greinilega að rugla þessum tveim lofttegundum saman.

Það er ekki brennisteinstvíildi (SO2/brennisteinsdíoxíð) sem kemur frá jarðhitavirkjunum Örn, en það er aftur á móti brennisteinsvetni eins og kemur fram í rannsókninni.
Á þessum tveim lofttegundum er mikill munur.

En það var einmitt brennisteinstvíildi (SO2) sem kom upp í eldgosinu í Holuhrauni og það er sú lofttegund sem breitist í brennisteinssýru þegar hún binst vatni Gunnar.



Það er alltaf verið að rannsaka eitthvað og fá skrítnar niðurstöður og ef brennisteinsvetni hefur svona skaðleg áhrif á fólk sem býr kannski í tuga kílómetra fjarlægð frá jarðhitavirkjunum hefði ég trú á því að veikindi ættu að koma fram hjá þeim sem vinna við þessar virkjanir flesta daga ársins. En það er ekki raunin að starfsmenn virkjana veikist meira en aðrir og hraustari ef eitthvað er.
Ég set því stórt spurningamerki við niðurstöður þessarar rannsóknar. 

Stefán Stefánsson, 11.4.2015 kl. 16:52

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Stefán, og þið allir. Takk fyrir athugasemdir ykkar. Eins og Stefán segir, þá eru starfsmenn þessara virkjana að veikjast meira en starfsmenn í hinum ýmsu starfsgreinum almennt.

Hugsanlegra er óheilsusamlegra að vinna í bakaríi (hveiti, ryk, og annað sem fylgir hveiti) en í svona virkjun.

En er ekki komið að því að rannsaka þurfi áhrif raftækja (símar, tölvur og annað) á heilsu fólks?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.4.2015 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband