Þota Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag ...

segir í frétt Mbl. Það útskýrir rosalegan hávaða frá flugvél, þegar ég er stödd á matsölustað á 101 Reykjavík síðdegis. Eyrun á manni blaka, og maður spyr sig í huganum: hvað er í gangi? En svona er þetta ... veðrið var slæmt í dag, amk hér á höfðborgarsvæðinu þar sem gekk á með éljum og það var greinilega ekki skárra í Keflavík.

Hávaði frá þotu sem er að lenda á Reykjavíkurflugvelli hefur áhrif á matartíma vinnandi fólks. Sem betur fer er Reykjavíkurflugvöllur ekki alþjóðaflugvöllur :)


mbl.is Lenti í Reykjavík vegna hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú sýnir sannarlega umhyggju þína í verki, þegar þú situr sjálf heima og neitar þér um flugferðir og meðfylgjandi möguleika á að lenda á matmálstímum í erlendum stórborgum og það af hreinni nærgætni við að valda þarlendum ónæði.

Látum þessa friðarspilli endilega bara fljúga út í veður og vind og njótum matar okkar í kyrrð og ró.

Jónatan Karlsson, 28.3.2015 kl. 11:12

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ég er fegin að vera ekki haldin þeirri áráttu að þurfa að fara til erlendra borga, bara til að fá mér að borða, og borga fyrir það, og kannski upplifa einhverja viðburði og kíkja á söfn. Og ef svo væri, væri mér alveg sama þó að það skapaði hávaða úr flugfél sem ég kæmi með.

En fréttamaður Mbl. skrifaði frétt um að þota hefði lent á Reykhavíkurflugvelli, sem er ekki daglegt brauð. Það vakti athygli mína, þar sem ég heyrði i þessari þotu.

Og ég er kannski með eyrun á óalgengum hljóðum í umhverfinu, þar sem ég bjó einu sinni í borg við Miðjarðarhaf, þar sem var mikið stríðsástand. Ef maður heyrði eitthvað, varð maður að reyna að lesa í það: er verið að skjóta? Eru þetta loftárásir? Eða eru þetta bara þrumur og eldingar?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.4.2015 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband