Þakklátir ferðamenn

Hitti oft túrista í strætó eða við bið eftir strætó. Ég reyni alltaf að gera mitt besta til að aðstoða þá á einn og annan hátt. Margir eru óöurggir þegar þeir þurfa að taka strætó á hótelið sitt. Í dag leiðbeindi ég amerískum hjónum í srætó, og þau höfðu orð á því hversu hjálplegir Íslendingar hefðu verið við þau.

Margir ferðamenn láta reyna á eigin getu, sérstaklega yngra fólk, og rýna í götu- og samgönguskrár, án þess að biðja um aðstoð. Það er aðallega eldra fólk sem spyr til vegar. Og þá er auðitað sjálfsagt að leiðbeina þessum túristum eins og hægt er.

Eitt árið lóðsaði ég túrista alla leið upp á Þjóðskrá, en þeir voru að leita eftir ættingja hér á landi. Þjóðskráin var á leiðinni heim til mín, og mig munaði ekki um að fara þarna upp með þeim, og líka til að sjá hvort þau fengju viðeigandi þjónustu, sem ég held að þau hafi fengið.

En mitt álit er að yfirleitt er landinn jákvæðúr gagnvart ferðamönnum og aðstoði þá við að rata, eins og hægt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband