Leikfléttan í Kaupþingsmálinu

Ólafur sem hefur verið dæmdur í málinu á auðvitað fullan rétt á að leita til Mannréttindadómstólsins í Evrópu.

Ólafur var leikmaður í þvílíkri leikfléttu og braski í Kaupþingi, að það liggur við að maður öfundi hann (+ framsóknarmanninn, þarna, hvað hann nú heitir) ásamt fyrrverandi Kaupþingstjórum um að hafa verið í þeirri stöðu að koma þessu í gagnið. - Á endanum auðvitað á kostnað hluthafa.

Neyðarlánið frá Seðlabankanum til Kaupþings upp á 500 millj. evra fór í að lána einu af hlutafélögum þeirra sem voru dæmdir í þessu Al Thani/Kaupþingsmáli, að því er mig best minnir.

Téður Ólafur, vísar í skrif Jóns Steinars, þar sem sá síðarnefndi hefur gagnrýnt dómara í Hæstaréti fyrir að snúa hlutunum við. En dómur Hæstaréttar var sammála í þessu dómsmáli. Kannski er téður Ólafur og Jón Steinar flokksfélagar. Ef svo er, gæti það verið að Jón Steinar hafi haft vit á því að hypja sig úr Hæstarétti áður en dæmt yrði í Al Thani málinu?

Af hverju fór Kaupþing yfirum? Kannski vegna þess að fé var mokað í skóflum út úr bankanum í formi lána til tengdra aðila. Og það á kostnað hlutfafa, sem töpuðu öllu sínu.

Það segir sig sjálft að einhver verður að axla ábyrgðina. Þökk sé ráðgjöf Evu Joelie, á sínum tíma. Þeir sem dæmdir eru, eru vitanlega ekki ánægðir með úrslitin, enda líta greinilega á sig að þeir séu upphafnir út fyrir lög og reglur. 

Þessir dómar snúast alls ekki um að róa samfélagið á neinn hátt. Ef enginn er dreginn til ábyrgðar, er hætt við að spillingin í bankakerfinu haldi áfram.


mbl.is Ólafur Ólafsson: „Ég er saklaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Datt í hug, - ef ég má, - skjóta hér inn einni grein úr stefnuskrá Fullveldisflokksins:

5, grein.   Bankar og sparisjóðir.

   Bankakerfið verði endurskipulagt og sett skýr lög um alla bankastarfsemi. Gerð verði rannsókn á sölu íslendsku bankanna og kannað hvernig fjármunir hafi skipt um eigendur og hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Öll bankaleynd verði afnumin. Með sama hætti verði kannaðir bæði sparisjóðir, lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Rannsókn verði einnig gerð á Seðlabanka Íslands og upplýst verði um eignir og skuldir bankans.

   Sett verði í lög að sparifé landsmanna - (sem ávaxtað er í sparisjóðum, bönkum og lífeyrissjóðum) - megi einungis lána almenningi til húsnæðiskaupa og til uppbyggingar innanlands í íslendsku atvinnulífi. Sett verði lög sem banni lánastofnunum að lána út meira fé en lagt er inn í þá sömu stofnun.

   Bankar sem upphaflega voru ríkisbankar verði teknir eignarnámi. Í þeirra stað á verði settur á stofn einn ríkisbanki með útibúum á helstu stöðum kringum landið. Seðlabanki Íslands verði síðan lagður niður, en eignir og skuldir færðar yfir í nýja ríkisbankann.

Tryggvi Helgason, 13.2.2015 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Siðblinda punktur is

Guðmundur Pétursson, 14.2.2015 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband