Nei .. Pawel ekki hætta .. ekki hætta að skrifa pistla!

Ég bið þig Pawel, ekki hætta að skrifa pistla. Hvort sem þú skrifar fyrir Fréttablaðið eða aðra miðla. Hvar ætlar þú að skrifa pistla, ef ekki í Fréttablaðið? Láttu okkur endilega vita hvar þú ætlar þá að skrifa.

Ekki láta einstaklinga letja þig til skrifa, sem halda að þú talir ekki íslensku.

Pistlarnir þínir í Fréttablaðinu vöktu athygli mína og ég las þá. Ég hugsaði með mér: Pawel er nýbúi hér og hefur kannski komið til Íslands sem lítill krakki, á aldrinum 3ja til 12-15 ára. Kannski eldri, ég veit ekki.

Og ég hugsaði með mér: þar sem Pawel er nýbúi, skrifar hann öðruvísi, þar sem hann hefur sýn nýbúans á samfélagið og notar öðruvísi fyrirsagnir á greinar sínar, þ.e. fyrirsagningar eru orðaðar þannig að Íslendingi hefði ekki dottið í hug að nota svona fyrirsögn. Og sama með innihaldið: þú Pawel hefur skrifað um ýmislegt, sem okkur Íslendingum hefði ekki dottið í hug að skrifa um.

Kæri Pawel, ekki hætta að skrifa pista. Láttu þá koma út úr pennanum þínum (afsakaðu: músinni þinni) ... proche ... og afsakaðu stafsetningu mína í pólsku.  


mbl.is Pawel hættir skrifum í Fréttablaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband