Forsætis fastur í orðræðu feðraveldis

Sigmundur Davíð vill ekki bekenna að "þjóðin skuli læra af lekamálinu" heldur að "menn" þyrftu að læra af málinu.

Einmitt. Menn. - Þegar hann segir "menn" þá mætti halda að hann eigi við karlmenn. Þegar svona umræða/viðtal á sér stað verður leiðtogi að vera skýrari. Lesendur gætu misskilið forsætis. Á hann við að samstarfsmenn hans þyrftu að læra af málinu og/eða (karl)menn yfirleitt?

Forsætis segist ekki hafa sagt "að þjóðin skuli læra af lekamálinu" og þá gæti það ekki gengið að hann segði að 'einstaklingar' ættu að læra af lekamálinu, eða hvað?

Hvaða menn eru þetta þá sem þyrftu að læra af lekamálinu?

Þetta verður þá bara pæling vikunnar!

 

P.S.

Ég hef tekið eftir, í gegnum tíðina, að stjórnsýslan hefur haft þann sið að nota orðið maður, eða menn, varðandi athafnir sínar. Og vildi vekja athygli á þessu, í ljósi þessum "menn" notkon forsætis.

T.d. þegar álagningarseðilinn kom inn um lúguna hjá manni, var lógóið: "Innheimtumaður ríkisins."

Ég sá alltaf fyrir mér mann í frakka, með hatt, eða sixpensara. Og með snjáða skjalatösku í hendi. Gæti verið að einhverjir Íslendingar hafi séð þennan innheimtumann, þ.e. þeir sem stóðu ekki í skilum.

Mér hefur alltaf fundist þetta lógó frá skattmann mjög sérstakt. Þetta lítur einmitt út eins og að þessi maður í frakkanum, með hattinn og skjalatöskuna, sé aleinn á vaktinni, við innheimtu á sköttum landsmanna.

Svo gerist svolítið fyrir nokkrum árum. Viti menn: ríkisskattstjóri er búinn að ráða fleiri "menn" til starfans. Hvernig veit ég það? Nú, það er ekki flókið: þegar álagningarseðillinn eða annað kom inn um lúguna var komið nýtt lógó: "Innheimtumenn ríkisins."

"Einmitt!" hugsaði ég. Nú eru kannski nokkrir "menn" komnir í vinnu við að innheimta skattinn. OK, allt kallar í frakka með hatt og skjalatösku. Líklega engar konur ráðnar til starfans. Ekki treyst í þetta.

Það eru bara "menn" út um allt. Kannski einhverjar konur ... en orðræðan um að tala alltaf um menn þetta eða hitt er úrelt.  


mbl.is Hvað sagði Sigmundur Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 „Ég á ekki von á að það hafi endi­lega mik­il áhrif hvað það varðar, til eða frá. En von­andi verður þetta til þess að menn aðeins hugsi sinn gang og hvernig gengið er fram í umræðu á Íslandi. Menn hafa lært ým­is­legt af þessu máli. Hluti af því er meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga og þar eru menn að reyna að taka sig á, ekki bara í ráðuneyt­un­um held­ur víðar og passa upp á að það leki ekki út upp­lýs­ing­ar sem eiga ekki að gera það. En það er ósk­andi að lær­dóm­ur­inn verði líka sá að menn komi ekki fram á þann hátt sem inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur stund­um mátt þola í umræðu um þetta mál.“

Mér sýnist fyrisögnin unnin úr tilvitnuðum texta.  Það sem ég les úr honum (skoðanir SDG ekki mínar þó ég sé að mörgu leyti sammála):

1. sumir sem ganga stundum of langt hugsi sig almennt um og sérstaklega áður en Þeir setja sumt á netið.

2. sumir þurfa að passa betur upp á persónuupplýsingar í þeirra fórum.

3. þeir sem koma dónalega fram og sérstaklega þeir sem koma annaðhvort sérlega dónalega fram eða koma dónalega fram við saklausta fjölskuldumeðlimi hætti því

Að þjóðin samanstandi nokkurnveginn af þessum þrem hópum verður blaðamaðurinn að útskýra.

Mér finnst bæði karlar ogkonur (og karlmenn og kvenmenn) vera menn.  Stundum er þægilegra (sérstaklega þegar ekki ef verið að gera greinarmun á kynjum að nota baara samheitið menn.  Og auðvitað kemur fyrir að notað se menn þegar átt er karla eingögnu en það er oftast augljóst af samhengi.

ls (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 01:41

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mér finnst persónulega meira viðeigandi, þegar verið er að tala um fólk, hvort sem um karlmenn eða kvenfólk er að ræða, að nota orðið einstaklingur. Mér finnst orðið "menn" ofnotað. Og það getur valdið misskilningi, og lesandi haldið að átt sér við karlmenn, eða karlmenn.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 28.1.2015 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband