Fyrirsögn fréttar vekur athygli mína "Þú ert með sjö, þú ert með sjö."

Skoða yfirleitt í fljótheitum yfirlit frétta og kannski hefði þessi frétt farið fram hjá mér, nema fyrir fyrirsögn blaðamanns. 

Valgerður Bjarna segir að svör forsætis séu "hvumpin" og á þá við svör hans við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis varðandi siðareglur ríkisstarfsmanna og umbóta í stjórnsýslunni. Hvað eru "hvumpin" svör?

Á þetta orð "hvumpinn" við hér, en með því að nota þetta er Valgerður komin út í gamla sveitamálið. Hvumpinn merkir "sá sem hrekkur oft við, viðkævæmur, feiminn" og "fælinn, sem kippir til hausnum, þegar á að beisla hann". Þetta orð var notað um hross hér áður fyrr.

En þetta með "þú ert með sjö" þá hélt ég, þegar ég byrjaði að lesa fréttina, og var enn að lesa fréttina þegar hugsun min varðandi fyrirsögnina væri sú, að Valgerður hefði aftur komið í pontu og gefið forsætis einkunnina "sjö" fyrir svarið við fyrirspurn hennar.

En svona er maður: ein fyrirsögn, ein setning, fær mann til að halda ýmislegt sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þess vegna verða kjaftasögur til, rógburður og alls konar misskilningur.

 

 


mbl.is „Þú ert með sjö, þú ert með sjö!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband