Er kreppan búin? Fólk á ekki fyrir mat á meðan stórir jeppar fara í hafið.

Mikið álag er á hjálparstofnanir, en þangað leitar fólk sem á ekki fyrir jólamatnum. Á sama tíma eru aðilar að flytja inn 6 milljóna króna jeppa. Auðvitað er það þannig að "þeir fiska sem róa." En þetta dæmi sýnir okkur að bilið milli fátækra og ríkra er að breikka verulega á Íslandi.

Vissulega er það mikill skaði þegar svo dýr farartæki lenda í sjónum, en það kemur niður á tryggingarfélögunum.

Svona rétt eftir kreppu og til dagsins í dag, hef ég alltaf haft það fyrir sið að segja, þegar gámaskip kemur siglandi inn Faxaflóann, en þar sem ég bý hef ég gott útsýni: "Þaarna kemur kókópuffsið, þaarna kemur kornflexið. Og líklega einn til tveir tölvuskjáir." Ég sé að ég verð að bæta nokkrum sérútbúnum jeppum við frasann, ef vel á að vera.

Nú er kreppan greinilega á undanhaldi, og aðilar eru að kaupa sér lúxusbíla eins og enginn sé morgundagurinn, á meðan að fólk á Íslandi sveltur, nema það fái aðstoð frá hjálparstofnunum, og ég er svo vitlaus að halda að ekkert sé flutt inn nema ódýrt morgunkorn og nokkrir flatskjáir.


mbl.is 6 milljóna jeppar í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Cocoa Puffs og flatskjáir? Er það það eina sem þér dettur í hug, er þú sérð flutningaskip sigla inn Sundin Blá? Engir menn, engar fjölskyldur, sem standa að baki því að færa þér morgunkornið, bílinn þinnn eða annað sem þú telur sjálfsagt? Ef þú átt ekki bíl, ferðast með strædó, eða þarft ekki að borða.....

Hvaðan heldurðu að allt komi?

Frá samfylkingunni?

Dúddamía!

Halldór Egill Guðnason, 24.12.2014 kl. 05:06

2 identicon

Ég er alveg sammála þér, Ingibjörg. Ég hef enga samúð með þessum sem misstu jeppana, þótt þeir þurfi að bíða í nokkra mánuði í viðbót. Þeir mættu alveg bíða alla sína ævi mín vegna. Á meðan ég, mín fjölskylda og fjöldinn allur af öðru láglaunafólki þurfum að skrölta um á gömlum, notuðum bílum eða í strætó þá er mér svo innilega sama um þessa 6 milljóna króna jeppa og tilvonandi eigendur þeirra.

Það er auðvitað miður, að það lendir á tryggingarfélögunum, sem svo hækka iðgjöldin yfir alla línuna, en það dregur samt ekki mikið úr ánægjunni. Það er collateral damage.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.12.2014 kl. 11:59

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Halldór Egill, og takk fyrir þitt innlegg. Þetta fékk mig til að hugsa.

- Þó að ég kaupi nánastt aldrei svona morgunkorn, á ekki bíl og er ekki að fjárfesta í slíku og fékk flatskjá í jólagjörf f. nokkrum árunm, þá fékk ég samviskubit yfir hugsunarhættinum þegar ég sé gámaskip sigla inn. Held að þetta sé svona 2007 hugsunarháttur hjá mér.

Næst þegar ég sé skip sigla inn, ætla ég að sjá skipið með öðru sjónarhorni: þarna eru starfsmenn sem hafa verið lengi í burtu frá sínum fjölskyldum, hafa haft mikið að gera, og hlakka til þess að koma í land og sofa heima.

Oft þarf maður að láta einhvern dúndra í afturendann á sér til að vakna upp úr gömlum vana og hugleðingum um atvinnulífið, vegna þess að það spannar mun víðara svið en hausinn á manni nær að ná til í hita leiksins.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 27.12.2014 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband