Glasgowbúar eiga alla mína samúð - sorpbíll ók á fólk og inn í hótel!

Þetta hræðilega slys á eftir að marka sín spor í Glasgow, og ekki hvað síst að það hafi skeð svona rétt fyrir jól. Ég hef einu sinni komið þangað í verslunarleiðangur og Glasgowbúar eru einstaklega vinalegir og kurteisir við ferðamenn.

Þegar ég heyrði fréttina á RÚV kl. 18, fór ég strax inná Sky news, sem er bresk fréttastöð, til að fá fyrstu fréttir af þessu hræðilega slysi.

Fyrirsögn við mynd á Mbl. tengd fréttinni segir að sorpbíllinn hafi stansað að lokum "á hóteli við George-torg." En þær myndir sem ég sá á Sky-News sýndu að bíllinn hafði keyrt inn í hótelið. Húddið á bílnum, sem er stórt, hafði keyrt inn um stóran glugga þessa hótels. Það hefur ekki fylgt fréttum hvor einhver sem var staddur þarna inni hefði slasast. Vonandi var enginn þarna.


mbl.is „Fólkið lá eins og hráviði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband