Nútíma ökumenn eins og hestar međ spjald sitt hvoru megin viđ gagnaugun.

Af hverju sjá ökumenn og farţegar bíla sem ćtla sér ađ aka Öxnadalsheiđi ekki ađ heiđin sé lokuđ?

Margir hlusta ekki á veđurfregnir. Og ţegar ţeir eru komnir af stađ, hafa ţeir ekki ţađ markmiđ ađ horfa útum bílrúđurnar til ađ fylgjast međ ađstćđum, nú í mesta skammdeginu og ţegar veđur eru válynd.

Nú eru ökumenn og farţegar svo niđursokknir í ađ horfa á I-phoninn sinn, ţannig ađ ţetta fólk er gjörsamlega ómeđvitađ um utanađkomandi ađstćđur. Ţađa er gjörsamlega ´úti á túni' hvađ varđar veđur og fćrđ.

Ţađ er bara á kafi í símanum sínum.

simi

En ţađ er ekki bara á kafi í símmanum sínum í kolófćrđ uppi á Öxnadalsheiđi. Ţađ kafar líka í símann sinn á Grensásveginum í Reykjavík. Ég spurđi dóttur mína í sumar, ţegar ég var međ henni í bíl á Grensás, af hverju hún var ađ taka upp símann; ţetta vćri hćttulegt í miđjum akstri. Og sagđi henni ađ hún vildi ekki lenda í ţví ađ keyra kannski á einhvern sem skyndilega dúkkađi upp og hlypi yfir götuna.

Svariđ var: "ég var ađ gá hvađ klukkan vćri." Sem er algjört bull. Hún var ekkert tímabundin. En svo hljóp krakki einmitt yfir götuna eftir ţessi orđaskipti.

En varđandi fćrđ fyrir norđan, Öxnadalsheiđina og leiđina suđur, ţá get ég rökstutt nánar atferli bílstjóra. En ég átti einmitt leiđ međ strćtó frá Akureyri til Reykjavíkur s.l. mánudag. Fćrđin sjálf var ekki svo slćm, en ţađ var mjög blint í Skagafirđinum. Bílstjórinn fór í símann sinn og var ţar á einkaflippi um tíma á međan hann reyndi ađ stýra strćtisvagninum. Mér leist ekki á blikuna enda keyrđi hann vagninn nánast út í kant.

Nćst ţegar ég nota ţessa ţjónustu mun ég líklega hafa vađiđ fyrir neđan mig og biđja bílstjórann ađ vera ekki í símanum á leiđinni, eđa segja honum, áđur en ferđ hefst ađ ég sćtti mig ekki viđ ađ hann sé í símanum á leiđinni, sem tekur athygli hans frá akstrinum: hans markmiđ er ađ koma fullum vagni af farţegum til áfangastađa. Síminn hans veđur ađ bíđa, ţar til hann kemst í pásu. 

 


mbl.is Segjast ekki hafa séđ lokunina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband