Snjólétt á Akureyri

Það sjóaði allan gærdæginn, sunnudag, á Akureyri. Ég sem utanaðkomandi gestur, hef ekki séð annað eins. Og það er búið að snjóa þarna meira og minna alla síðustu viku.

Húsþök og tré eru að svigna undan snjó. En fólk drífur sig út í gönguferðir með hundana sína og útburðurinn í götunni þar sem ég dvaldi var með tvo hunda í togi eldsnemma á morgnana.

Veðrið þarna á Akureyri er nefnilega ótrúlega gott, þrátt fyrir snjókomuna og hörkufrostið.

Eftir snjókomu nánast dag eftir dag þarna, tók ég mig til á morgnana og mokaði snjó af tröppum, kringum sorptunnu ofl. og það sem ég tók eftir var að snjórinn þarna er svo léttur, þannig að það er ekkert mál að moka þetta. Þess vegna er fyrirsögnin "Snjólétt á Akureyri."

Þegar snjóaði sem mest hér á höfuðborgarsvæðinu fyrr á árum, og maður þurfti að moka, þá fannst mér snjórinn alltaf svo þungur. Akureyrarsnjórinn er léttur eins og þeytt eggjahvíta, en í minningunni er Reykjavíkursnjórinn miklu vatnskenndari - og þungur.


mbl.is Fólk ferjað til vinnu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband