Mun landið lamast algerlega, í nánustu framtíð?

Mér datt þetta í hug við að heyra fréttina af bilun tölvubúnaðar á Landspítalanum.

Tölvukerfi dettur út. Hversu oft höfum við ekki lent í svona. Og ekkert hægt að gera. Á meðan.

Netið dettur út. Á meðan er ekkert hægt að gera. Komumst ekki á netið. Verslanir og fyrirtæki með afgreiðslukerfi háð neti, geta ekki afgreitt viðskiptavini. Bankar verða óvirkir. Spítalar verða óvirkir. Nú er allt háð tölvukerfumm, rafmagni og nettengingum.

Rafmagn fór af hér áður fyrr, en það hafði lítil sem engin áhrif á afgreiðslu í verslunum og bönkum, og sjúkrahúsin höfðu vara rafstöðvar. Sem krakki man ég aðallega eftir að rafmagn fór kannski af á aðfangadagskvöld þegar allt var á fullu í eldamennsku á heimilum úti á landi.

En ef eitthvað mikið gerist, og rafmagn dettur út í einhvern tíma, þá er voðinn vís. Hversu undirbúin eigum við að vera?

Það er reyndar búið að ræða þetta nýlega og ýmis stórfyrirtæki sem ætla að koma sér upp vararafstöð.

En það sem kom upp í hugann, var að mig minnir að Svisslendingar hefðu komið sér upp neðanjarðarbyrgjum með vistum á sínum tíma. Man ekki hvort það var afleiðing heimstyrjaldarinnar eða ótti við kjarnorkustríð.

Það er bara spurning hversu undirbúin við eigum að vera, þegar lömunanástand kæmi upp á landinu, t.d. vegna eldgoss eða annars? Eigum við að koma okkur upp smá birgðum af niðursuðudósum, prímus og eldspítum. Og hafa reiðufé tiltækt á sama stað?

En það er alla vega gott að hafa lyklakippuna, skilríkin, greiðslukortin og reiðufé á sama stað, ef við þyrftum að yfirgefa heimili okkar í skyndi, við hvaða aðstæður sem er.

 

 

 

 

 


mbl.is „Þetta var alvarleg bilun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband