Börn ein að leik á skólalóðinni - ekki æskilegur kostur

Foreldrar drengjanna sem hafa lent í "afa feita" eiga alla mína samúð.

Ekki er óhætt að ung börn séu ein að leik á skólalóðum eftir skólatíma. Mikilvægt er að fullorðinn einstaklingur fylgi börnum og sé þarna til staðar á meðan á leik stendur.

Ég á sjálf barnabörn á 5 ára aldrinum, og þegar ég er að passa þau, fylgi ég þeim alltaf upp á skólalóð, og er þar til staðar, reyni að leika við þau þarna eins og ég get,  og geri í því að fylgjast með mannaferðum kringum lóðina.

Í flestum tilfellum koma foreldrar með börnum sínum til leiks á skólalóðinna, sem betur fer.

 


mbl.is Lögreglan rannsakar „Afa feita“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst mjög undarlegt að svona frétt komi upp og þú ákveður að blogga um það að foreldrarnir hafi ekki farið með börnunum á leikvöllinn? Þeim líður áreiðanlega nógu illa yfir þessu án þess að þú sért að "skjóta" á hæfni foreldranna. Mjög kjánalegt blogg og þó að þess sé áreyðanleg þörf á að brýna fyrir foreldrum að láta börnin ekki ein, að þá finnst mér mjög rangt að tengja það við þessa ákveðnu frétt og þessi hluti um það hvað þú gerir með þínum barnabörnum hjálpar engum í þessu máli.

Lýtur svolítið út eins og þú sért að reyna að segja að þetta hafi gerst af því að foreldrarnir hafi ekki staðið sig nógu vel. Vill bara taka fram að þetta er bara þeim einstaklingi að kenna sem að átti í hlut, og það var þessi maður sem kallar sig "afi feiti".

Magnús Már (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 23:28

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ég virði þína skoðun á minni bloggfærslu. En í huga mínum er það ekki svo að ég haldi að foreldrarnir hafi ekki staðið sig nógu vel í að gæta barnanna. Síður en svo. Svona frétt, eins og af "afa feita" minnti mig bara á að minna alla foreldra á að við búum í öðruvísi umhverfi en f. 20-30 árum. Foreldrar þurfa að hugsa öðruvísi.

Í dag er einfaldlega ekki óhætt að skilja litla krakka eftir úti á velli eina. Það er bara svo einfalt. Ég hefði hugsanlega skrifað svona bloggfærslu án "afa feita."

Fyrir nokkrum árum sá ég barnakerru sem var skilinn eftir f. utan ákveðinn stað á 101 Reykjavík. Barn sofandi í kerrunni. Þegar faðirinn vitjaði barnsins eftir dúk og disk, sagði ég honum að það væri ekki óhætt að skilja barnið svona eftir. Hann skildi mig ekki í fyrstu, enda nýbúi, og sagði að þetta væri "Reykhavík" en ég gaf mig ekki. Maður ekilur ekki barnavagn eftir langtímum saman í 101 R. NÚ Á DÖGUM. Þetta var kannski óhætt f. 30 árum.

Það þarf lítið ýmundunaraft fyrir t.d. dópista til að sjá barnakerru á 101 R., sá, eða sú, gæti einfaldlega stolið kerrunni sem gjaldmiðil upp í næsta skammt, þó að barnarán sé alls ekki á dagskránni.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.10.2014 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband