Nýbúar - Taka 3 - Strætisvagnabílstjóri í smók

Í fyrradag átti ég ágætis spjall við strætisvagnabílstjóra sem notaði 2ja mínútna pásu sem hann hafði milli ferða, til að fá sér smók, og í stað þess að setjast inn í vagninn fékk ég mér líka rettu og spjallaði við hann á meðan. Vagnstjórarnir hafa lítinn tíma milli ferða, fyir pásu, enda er hringurinn hjá þeim áætlaður á lágmarkstíma.

Vagnstjórinn fræddi mig um væntanlegar breytingar á ferðum viðkomandi strætisvagns í nánustu framtíð. Þetta ver hress og greinargóður náungi. Af erlendu  bergi brotinn, talaði með smá hreim, en ég fór ekki útí það að spyrja hvaðan hann var. Enda er það ekki aðalmálið. Þó að ég sé alltaf forvitin um uppruna fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband