Líklega hægt að lifa af 750 kalli á dag.

Ég skoða hvað ég eyddi í mat í ágúst: 25.396.- sem gerir 819.- krónur á dag. Ég bý ein. Það er alltaf til eitthvað í frystinum hjá manni. Inni í þessari eyðslu eru tvær ferðir á hamborgarastaði.

Í september var matarkostnaðurinn 35.595.- sem gerir 1.186.- á dag. Inni í þessari tölu er ein ferð á Nings kr. 1.390.- man ekki hvort ég keypti mér pulsu og kók í sept.

Ég held að ég fari ekki lægra en 819.- á mánuði, því yfirleitt er matarkostnaður hjá mér ekki lægri en 30 þús.

Mér skilst að fangar í afplánun fái um 40 þús. fyrir mat á mánuði, sem gerir u.þ.b. 1.333.- á dag. Það er ekki svo slæmt. Nema kannski fyrir mikla matháka.

En mín reynsla er sú að mörg okkar lenda í þeirri gryfju að kaupa of mikið inn, t.d. af grænmeti sem er dýrt. Það hefur stuttan líftíma og sumt endar í ruslinu hjá manni. Betra að kaupa minna inn í einu af þessu.

 


mbl.is Sveinbjörg hyggst lifa á 750 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband