Fuglarnir eru að flykkjast til landsins!

Ég varð vör við fyrstu sílamávana í mínu hverfi þann 3. apríl (105 Rvk). Kríjan er komin þangað fyrir nokkru síðan. Líklega um miðjan apríl. Ég gef fuglum stundum snemma á morgnana og mávurinn, hrafninn og smáfuglar eru fljótir á staðinn til að næla sér í. Ég er ekki nógu mikill fuglasérfræðingur, en ég held að þetta sé kríjan sem hefur verið þarna á sveimi.

Það er ekki mikið um æti fyrir fugla hér á höfuðborgarsvæðinu eftir að fiskvinnsla lagðist að mestu leyti niður, ég tala nú ekku um fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti sem lagði upp laupana fyrir rúmum áratug. Hver man ekki eftir stóra strompinum sem var felldur árið 1999 ef mig minnir rétt með ártalið.

 


mbl.is Krían kom á sumardaginn fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband