Forsetinn og frú komin í '2007' gírinn, enn og nú ...

... enda hefur forseti Íslands gefið það sterklega til kynna, að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta á næsta tímabili.

En kjörtímabili Ólafs er ekki lokið, en samt er kallinn og frúin á fínni boðssiglingu til Suðurskautslandsins, á meðan almúginn hér á landi á ekki til hnífs og skeiðar.

Þessi Suðurskautstúr gefur það steklega til kynna að forsetinn ætli að sinna erindum sem hann hefur áhuga á, og það felur ekki í sér að hann hafi áhyggjur af að tugir þúsunda fjölskyldna hér á landi eigi ekki til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn, eða eigi fyrir mat almennt, eftir að bankinn hefur millifært greiðslur af húsnæðislánum og öðrum reikningum, sem hafa hækkað langt fram yfir getu bæði þeirra sem eru í launaðri vinniu, sem og atvinnulausra. 

Er það ekki bara fagnaðarefni og merki um hrós fyrir forseta vor, hversu vinsæll hann er, þannig að honum var nú bara boðið alla leið til Suðurskautslandsins? 

Hversu margir Íslendingar, sem eiga sárt um að binda og eiga ekki fyrir mat í dag, nú í mánaðarlok, ætla að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson til að bjóða sig aftur fram til forseta? 


mbl.is Cameron ferðafélagi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góð spurning.

hilmar jónsson, 31.1.2012 kl. 00:02

2 Smámynd: el-Toro

án þess að vera að fegra hlutina í kringum Ólaf eða þessa ferð auðmannana á suðurskautið.  en þá verður líka að horfa á stóru myndina í þessu samhengi.  en ég veit að slíkt er ekki auðvelt fyrir fólk (almúgan) í þessu árferði.

el-Toro, 31.1.2012 kl. 01:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé ekki samhengið,enda úrvinda af syfju,ég hef ekki skrifað á áskorunina. Finnst hann vel mega hvílast,enda búinn að gera storkostlega hluti.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband