"Það er verið að stela Íslandi" sagði Ögmundur

Í viðtali við Dag-Tímann árið 2000 (að mig minnir) var flenni stór fyrirsögn í helgarblaði þessa dagblaðs: "Það er verið að stela Íslandi." Tilefnið var viðtal við Ögmund Jónasson. Ég botnaði aldrei neitt í þessu viðtali og hef stundum verið að velta því fyrir mér að reyna að fletta því upp og lesa aftur.

Nú er Ögmundur gagnrýndur af ýmsum fyrir að hafna auðjöfri að kaupa Grímsstaði. Kannski er ákvörðun hans rétt. Hver man ekki eftir því að íslenskir bankar komust í hendur á svokölluðum auðjöfrum, þegar ríkiinu virtist liggja mikið á að selja eigur sínar. Og við vitum hvernig fór..

Tel rétt að fara beri sér hægt í að selja íslenskt land og ríkiseigur, hvort sem auðjöfrarnir koma langt eða skammt að.


mbl.is Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er sammála þér,nema ég vil ganga lengra og segja, það á ekki að vera möguleiki að selja landið til útlendinga sama hvaðan þeir koma.

Sandy, 27.11.2011 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband