Eftirsjá að Eden, sem verður vonandi byggður upp á ný!

Sorglegt er að lesa þessa frétt um brunann á Eden, sem er fyrirtæki sem hefur verið til staðar eins og fastur steinn í læknum, eða þúfan eða hóllinn í móanum, á ferðum okkar um Suðvesturhorn landsins í gegnum tíðina. Vonandi verður staðurinn byggður upp.

Sjónarvottur segist hafa séð upphaf brunans við eldhús Edens. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess að í stórum brunum sem hafa orðið á s.l. árum, þá mátti víst rekja brunana til eldhúss fyrirtækjanna, t.d. þegar kviknaði í á Þingvöllum og í gömlu húsunum við Lækjargötuna árið 2007.

En það er sérfræðinga að meta áhættu og aðstæður í eldhúsum á veitingastöðum.

Sá sem stofnaði Eden upphaflega, snemma á 7. áratugnum, hann Bragi, verslaði oft við mig á Selfossi, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Hann keypti reglulega fullt af bakkelsi í bakaríi, þar sem ég var að vinna eitt sumar snemma á 8. áratugnum. Ef kúnni þurfti pappakassa undir bakkelsið, kostaði kassinn sitt, eins og plastpokar í dag.

Í fyrsta skipti þegar ég afgreiddi Braga með bakkelsið, var hann ekki sáttur að borga fyrir umbúðirnar, eða téðan pappakassa, einn eða fleiri, þar sem hann væri að versla mikið magn. Ég áttaði mig strax á að það væru rök fyrir þessu hjá honum og hann fékk umbúðirnar fríar.

Þarna var ég að stíga mín fyrstu skref í viðskiptum sem óharnaður unglingur, 15 ára krakki, og sem lærði að maður á að gefa einhvers konar magnafslátt, þegar viðskiptavinurinn kaupir mikið og jafnvel oft hjá manni. Þökk sé Braga í Eden.


mbl.is Eldurinn breiddist hratt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er eftirsjá af Eden. Nú er ekki mikið að sjá í Hveragerði eftir að Eden er farið.

Stebbi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband