Gríðarlega mikilvægt málefni ...

að fiskiveiðiauðlindin verði þjóðareign. Enda mætti ég á Austurvöll í dag, mánudaginn 17.1.2011, til að leggja áherslu á þetta. Barði í tunnu samfleitt í 45 mínútur á Austurvelli í dag, til að gera tilraun til að ná eyrum Alþingis varðandi þetta málefni, ásamt öðrum, sem Alþingi þarf að taka á.

Þjóðin krefst þess að Alþingi stingi á fúlum kílum sem hjrá þjóðina. En því miður eru ýmsir Alþingismenn útsendarar hagsmunaafla, sem kemur í veg fyrir að hlutir hér á landinu breytist eða lagist.


mbl.is Fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Er þú til í að kaupa með mér togara þegar miðin opnast og fara að fiska. Togarinn kostar ca.2.000.000.000. veiðarfæri ca.600.000. Olía 1.000.000 og svo framvegis. Ég skal redda mannskap ef þú reddar kaupendum af aflanum. Eða ertu bara að vinstribulla. Ekki gleyma kvótinn yrði ókeypis. Kannski væri ódýrara að kaupa nokkra þingmenn þar er líka kvóti og hvert stikki ódýrt og krefst hvorki andlegrar né líkamlegrar vinnu að að eiga slíkan kvóta.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:21

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Í fyrsta lagi efast ég um að "málin opnist" Ég er ekki mikil sölukona. Er ekki "vinstribulla" eins og þú heldur. Enda hef ég ekki kosiö neitt af þessu liði yfir mig s.l. rúmlega áratuginn. Það hefði líklega veriö hagstætt fyrir okkur tvö, ef viö hefðum átt togara í þessu samfélagi fyrir mörgum árim síðan. - Ég myndi aldrei kaupa mér þingmann, hvað sem í boði væri. Bestu kveðjur.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.1.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband