Er Landsbankinn ekki í skuld við Íslendinga - afþökkum hærri skatta!

Sem skattborgari þessa lands, á ég rétt á því að vita hvað ég þarf að greiða mikið í prósetum af launum og/eða fjármagnstekjum, eða öðrum gjöldum ríkissjóðs vegna Icesave. Icesave var ekki ekki einu sinni á könnu ríkisins. Það var á könnu banka sem ríkið seldi árið 2004. Af hverju eigum við almenningur að blæða vegna þess gjörnings?

Við eigum heimtingu á að vita um stöðu Landsbankans. Hann er ennþá í eigu ríkisins, eða hvað?

Mér skildist nú hér á dögunum, að það fengist nú mestmegnis upp í Icesave kröfurnar, vegna útistandandandi lána sem bankinnn veitti. Hver er staðan í dag?

Þessu þarf að fá svarað. Og sem fyrst. Helst í gær. 


mbl.is Býsna góð niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Vilt þú þá ekki líka vita hvað mikið af þínum sköttum fór í 12 milljarða súpuna sem ríkið þurfti að punga út til að bjarga Sjóvá eftir rán Engeyjarættarinnar á bótasjóðnum ?  Bjarni Ben vildi allavega ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin ætti að borga glæpi hans og fjölskyldunnar.

Óskar, 9.12.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Benedikta E

Ingibjörg - þetta er skjaldborg Jóhönnu óstjórnarinnar yfir glæpalýðinn í Landsbankanum - sem veittu ósparlega mútufé í kosningasjóði Samspillingarinnar - enda var bein brautin úr Landsbankanum fyrir þetta lið inn í óstjórnar hirð Jóhönnu sem ráðgjafar og aðstoðarmenn ráðherra - mál að linni............... 

Benedikta E, 10.12.2010 kl. 00:24

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Óskar, jú ég vil vita það. Ég borgað nógu mikið helvítis fokking sjitt í sktta til ríkisins hér í fyrra og mér líður illa við að vita ef eitthvað af því fór í hítina í Sjóvá og skyldra aðila. Mun ekki kjósa neitt af þessu slekti yfir mig, ever, enda hef ég ekki kosið neitt af þessu yfir mig s.l. rúman áratuginn. Enda ekki einu sinni mætt á kjörstað. Kaus í fyrsta skipti í 12 ár í kosningunum um daginn til stjórnlagaþings.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 10.12.2010 kl. 00:43

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sammála þér Benedikta. Stjórn Íslands er ein sóðaleg spillingarstjórn. Þeir sem eru í stjórn núna hafa margir hverjir setið við kjötkatlana árum saman og margir hverjir rakað saman fé (sbr. Halldór Ásgríms og fleiri) - En þetta varðandi Landsbankann: gamli Lansinn átti mikið af listaverkum eftir íslenska málara. Mörg þeirra eru mikils virði. Sérstaklega verk eftir gömlu meistarana.

Velti fyrir hvernig er dílað með þessar eignir gamla bankans. Og svo á gamli bankiinn verk eftir Eggert, sem hafa hangið í aðalútibúinu löngu fyrir hrun. Hver á þessi verk? Er það ekki slitastjórnin? Það væri hægt að fá töluvert fjármagn upp í Icesave fyrir listaverk bankans. En enginn talar um þetta.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 11.12.2010 kl. 00:11

5 Smámynd: Benedikta E

Ingibjörg - Þú talar um listaverkin - ætli það sé ekki búið að stela þeim - það væri ekki meira en að tæma reikninga hjá kúnnunum og segja svo að þeir væru frosnir.Þetta er glæpa gengi - hvað er svo sérstakur að gera? - Hann ætti sko að vera á árangurstengdum launum kallinn sá - kominn með 80 manns eða meira í vinnu og allur glæpalýðurinn gengur laus.

Benedikta E, 11.12.2010 kl. 01:07

6 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæl Benedikta, hef trú á Séstökum, svo lengi sem hann ráðfærir sig við Evu Jolie. Þó að hún sé formlega farin út af launaskrá hjá Sérstökum, hef ég trú á því að hann megi hringja, eða senda henni tölvupóst með fyrirspurnum, ef eitthvað kemur upp á eða spurningar varka, fyir "lítinn pening." Vonandi - alla vega. -  Ég þori svo sem ekki aö tjá mig nánar um listaverkin. Það gæti verið hættulegt að þjófkenna einhvern í þessu máli. Amk. standa Eggerts-blómaverkin ennþá í Landsbankanum, en ég skal ekkert segja um það hvort það hafi verið gert upp gagnvart íslenskum eigendum bankans eða erlendum kröfuhöfum. Kannski hafa þeir gert díl: erlendir kröfuhafar samþykkt að halda verkunum í landinu gegn einhverjum feitum bitling. En það verður bara að koma í ljós.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.12.2010 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband